top of page
☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️
-
Hvað er staðfestingargjald ferða? Þarf ég að greiða eitthvað þegar ég skrái mig í ferð með Kúbuferðum?Það er ekkert staðfestingargjald ef þú/þið skráðið ykkur sex mánuði fyrir brottför í ferðina. Þegar þú bókar ferðina þína þá velur þú greiðslumáta (frekari svör í næstu spurningu). Sex mánuði fyrir brottför verðum við í bandi til að staðfesta ferðina við þig og þá velur þú endanlega hverning þú/þið viljið borga fyrir ferðina. Hafið í huga að það er hægt að greiða að fullu þá eða skipta greiðslum í allt þrjá mánuði (frekari svör í næstu spurningu). Ef skráning fer fram minni en sex mánuðum fyrir brottför þá verðum við í bandi til að staðfesta greiðslumáta og lengd. Fullnaðargreiðsla fyrir ferðir verður að vera komin 60 dögum fyrir brottför. Ef skráning fer fram minna en 60 dögum fyrir brottför þá þarf fullnaðargreiðsla að koma strax.
-
GreiðslumöguleikarGreiðslumöguleikar eru: Bankamillifærsla, kreditkort, raðgreiðslur í allt að 36 mánuði eða blönduð greiðsla kreditkort/bankamillifærsla. ATH: Það er hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta. Ef þið viljið skipta greiðslum öðruvísi hafið þá samband við okkur. Lokagreiðsla þarf að vera búin 60 dögum fyrir brottför. 1. Bankamillifærsla: Greiða inná reikining Kúbuferða og við sendum kvittun í tölvupósti. Athugið að þið eruð tryggð með kreditkortinu ykkar þó þið notið þennan möguleika. Engin aukagjöld. 2. Greiða með kreditkorti: Við sendum þá greiðslulink sem þarf að greiða beint á netinu. Aukakostnaður á við. 2,5% fyrir öll kreditkort. 3. Blandaðar greiðslur: helmingur greiddur fyrst með bankakröfu í heimabanka. Seinni greiðsla með kreditkortalinki í tölvupósti. Aukakostnaður á við. 2,5% fyrir öll kreditkort.
-
Hvað borga einstaklingar mikið aukalega?Ef þú ert að ferðast ein/n þá er það auðvitað ekkert mál. Því miður þá er aukagjald en þetta gjald er vegna þess að hótelin kosta meira þegar þú ferðast ein/n. Hversu mikið er mismunandi eftir ferðum. Það er tekið fram á heimasíðu hverrar ferðar.
-
Þarf að greiða ferðina með greiðslukorti til að trygging kortsins gildi?Tryggingar kreditkorta eru mismunandi eftir tegundum og því mikilvægt að athuga hjá greiðslukortafyrirtækinu. Það þarf ekki að greiða með greiðslukortinu til að tryggingin af kortinu sé í gildi. Það er nóg að vera handhafi kortsins.
-
Get ég notað Vildarpunkta Icelandair eða gjafakort Icelandair?Við getum því miður ekki tekið við vildarpunktum eða gjafabréfum frá Icelandair til að greiða upp í ferðir. Erum ekki hluti af Icelandair og getum því ekki boðið uppá þennan möguleika.
-
Afhverju að fljúga til Kúbu og Kosta Ríka í gegnum Kanada?Við höfum góða reynsu að fljúga í gegnum Kanada. Það gerir ferðina auðveldri að skipta upp fluginu. Fyrst er um fimm tíma flug og síðan daginn eftir rúmlega þriggja tíma flug til Kúbu og fimm tíma flug til Kosta Ríka. Við gistum alltaf á góðum hótelum í Kanada og síðan er allaf möguleiki að lengja ferðina í Kanada. Einnig bjóðum við uppá dagsferð til Niagrafossa á leiðinni heim (ekki innifalið).
-
Þarf ég vegabréfsáritun til Kúbu/Kosta Ríka og Kanada?Stutt svar: JÁ Til að fara til Kanada þarf að fylla út eTA (Electronic Travel Authorization). Það kostar um 700 kr. Við aðstoðum að fá þetta ef það koma upp vandamál. ATH: alls ekki kaupa vegabréfsáritun til Kanada frá öðrum heimasíðum en við sendum. Það eru svindsíður þar sem þú borgar miklu meira en það þarf. Það er ekkert mál að panta tíma hjá okkur og við aðstoðum við að kaupa ártitun. Til að komast inní Kúbu þarf að fylla út ferðamannakort og það er gert í flugvélinni á leið til landsins. Vegabréfið þitt þarf að vera gilt minnst sex mánuði eftir ferðina. Kosta Rika: það þarf ekki vegabréfsáritun bara að vegabréfið þitt sé í gildi a.m.k. sex mánuði efitr að ferð byrjar.
-
Hvað ef ég þarf að hætta við ferðina?Ef þú kemst ekki í ferðina þá reynum við að koma á móts við þig. Ef þú hefur þegar byrjað að greiða fyrir ferðina og getur útvegað annan einstakling í ferðina fyrir þig í staðinn þá gilda skilmálar Kúbuferða/Go ehf.
-
Hvað með að bæta við dögum eftir ferðina í Kanada?Ef þú vilt bæta við dögum í Kanada þá er það ekkert mál. Láttu okkur vita sem fyrst eftir skráningu hvenær þú vilt fljúga heim. Það getur verið gjald vegna verðmismunar á flugmiða og breytingagjald. Við verðum í bandi við þig um það.
-
Hvernig er gistingin á Kúbu og í Kosta Ríka?Allir staðir sem við gistum á hafa verið skoðaðir af okkur og við gerum miklar kröfur til samstarfsaðilla okkar. Flestar nætur gistum við í heimahúsum eða svokölluðum Casa Paticular, sem er í AirBnB stíl. Öll herbergi eru með einkabaðherbergi og morgunmatur er innifalinn. Frábær gistihús þar sem ykkur gefst tækifæri að kynnast heimamönnum. Í Kosta Rika gistum við á smærri hótelum sem okkar samstarfsaðilar hafa notað í mörg ár. Við leggjum mikla áherslu á hreinlæti og góða þjónustu. Öll hótelin hafa sundlaugar/potta og aðra spa aðstöðu þar sem er gott að slappa af eftir viðburðaríka daga.
-
BólusettningarÞað er mælt með nokkrum bólusettningum fyrir Kúbu og Kosta Ríka þá sérstaklega ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóma. Lifrabólga A er til staðar og stífkrampa sprauta er gott að hafa. Einnig er gott að hafa taugaveikisprautu. Talaðu við Heilsugæsluna eða stofur sem sérhæfa sig í ferðamannabólusettningum. Fyrir Kúbu þarf að fylla út Covid-skráningarblað sem við sendum allar upplýsingar um.
-
Mikilvægar upplýsingar fyrir ferðina þína til Kúbu eða Kosta Ríka:GJAFIR: Gott er að taka með smágjafir til að gefa þegar við förum í skóla eða til fólks sem við hittum. Þetta þarf ekki að kosta mikið og gott að hreinsa til í skúffum á heimilinu. Skólavörur, snyrtidót, léttar bílarvörur (kerti og svoleiðis) og gleraugu eru góðar gjafir. PENINGAR: Á Kúbu er notaðu kúbanskur peso(CUP). Þetta er almennur gjaldeyrir sem er notaður á veitingastöðum og á mörkuðum. Við mælum alltaf með að taka með sér EURO. Það er best að skipta EURO seðla. Verðgildið er um 27 CUP fyrir einn EURO. Við aðstoðum við skipta peninum. Ekki er hægt að kaupa kúbanskan peso fyrir utan landið. Í Kosta Rika er hægt að nota kreditkort nær allstaðar og gott aðgengi að hraðbönkum. Við aðstoðum auðvitað við taka út peninga. Á mörgum stöðum er Bandaríkja dollar tekinn en þá færðu ekki gott gengi. Gjaldmiðilinn er colon og er u.þ.b. 4 colones fyrir hverja eina íslensku krónu. Þannig eru 1000 ISK um 4000 CRC. GREIÐSLUKORT: Á Kúbu er stundum hægt að taka út pening í hraðbönkum, bæði með VISA og MasterCard. Eftir breytingar gjaldmiðlinum þá hefur verið erfitt að nota hraðbanka. Mælum með að koma með EURO eða USD seðla. AMEX virkar ekki. Yfirleitt ekki hægt að greiða með greiðslukortum nema á fínum hótelum og stórum ríkisreknum búðum. Í Kosta Ríka er hægt að nota greiðslukort nær allstaðar nema á mörkuðum og stundum á smærri börum. MATUR: Kúba hefur haft það orð á sér að maturinn þar sé vondur en það hefur lagast mjög mikið. Núna eru komnir margir einkareknir veitingastaðir sem bjóða uppá margskonar rétti. Algengast er að fá hrísgrjón og baunir með kjúkling eða svínakjöti. Eins og allstaðar í heiminum þarf maður að vera á varðbergi gagnvart óhreinindum en á Kúbu eru eldhús mjög hrein og ströng viðurlög ef veitingastaðir brjóta reglur. Í Kosta Ríka er maturinn fjölbreyttur og mjög braðgmikill. Mikið um baunir, hrísgrjón og ávexti. Kaffi og kakóið er ótrúlega gott. VATN: Ekki drekka vatn úr krananum. Allt í lagi er að bursta í sér tennurnar og fara í sturtu. Vatnsflöskur er hægt að kaupa út um allt. SÓL OG HITI: Mikilvægt að hafa góða sólarvörn og drekka mikið af vatni. MOSKÍTÓ: Á sumum svæðum er meira af þessum andskota en öðrum. Mikilvægt að forðast að vera með bera leggi seinnipartinn og á kvöldin. Nota moskítóvörn og önnur efni sem fæla þær frá. Gott er að taka ofnæmistöflur á meðan við erum í landinu. TRYGGINGAR: Á Kúbu er góð heilbrigiðsþjónusta og alþjóðlegar læknamiðstöðvar. Mikilvægt er að hafa útprentuð gögn á ensku eða spænsku að þið hafið tryggingu. Í Kosta Rika gildir það sama, almennar ferðatryggingar. Þarf að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu með kreditkorti og fá endurgreitt frá tryggingarfélagi þegar þið komið heim.
-
Frekari spurningar?Allar upplýsingar um ferðina, miða og aðrar upplýsingar vinsamlegast sendu tölvupóst á ferdir @2go.is
bottom of page