top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

Image by rigel

Ógleymanleg ferð til Marokkó 2025

 með Guðna og Carlosi 

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Cal icon.png

frá 9. - 16. mars 2025

SJÖ DAGAR

Cc icon.png

VERР379.900 KR. á mann

*99.900 KR. aukalega fyrir einbýli.

Sveigjanlegar greiðslur. Sjá nánar

Bóka icon.png

2 SÆTI LAUS

UM FERÐINA

Marokkó er svo miklu meira en bara Marrakech. Í þessari einstöku ferð er farið út í eyðimörkina og uppí fjöllin í Marokkó og einn af hápunktum ferðarinnar eru heimsókn í einn fallegast bæ landsin, Fes. Gistum á nokkrum mismunandi stöðum á frábærum litlum Riad hótelum. Förum í alvöru Sahara eyðimörkina og heimsækjum berbara í tjöldunum þeirra. Upplifðu öðruvísi jól í ár og komdu með okkur til Marokkó.

FERÐALÝSING

Ferðatímabil: mars 2025 (Aðeins 14 sæti í boði)

Innifalið í verði:​​

  • Beint flug fram og til baka.

  • Flugvallagjöld og skattar.

  • 20 kg ferðataska.

  • 10 kg handfarangur.

  • Sex nætur á frábærum Riad hótelum sem eru frábærar gistingar.

  • Ein nótt í ævintýratjaldbúðum í eyðimörkinni.

  • Morgunverðir alla dagana.

  • Fimm kvöldverðir.

  • Skoðunarferðir í ferðalýsingu.

  • Fjórhjólaævintýri í eyðimörkinni.

  • Úlfaldaferð í eyðimörkinni.

  • Íslensk fararstjórn.

  • Akstur til og frá flugvellinum.

Ekki innifalið:

  • Skoðunarferðir sem eru ekki í ferðalýsingu.

  • Hádegisverðir en við setjum saman prógram. 

  • Aðgangseyri inní kastala.

  • Þjórðfé fyrir staðarleiðsögumann og bílstjórann.

Fararstjóri
Guðni Kristinsson

Gudni Marokko.jpg

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Carlos Marokko.jpg

DAGSKRÁ FERÐAR

9.mars

Beint flug með Play til Marrakesh í Marokkó. Lendum rétt eftir hádegi. Skoðum markaðinn og upplifum mannlífið í þesari einstöku borg. Sameiginlegur kvöldverður og gistum í eina nótt. 

Marokkóferð, Marakeshferð.jpg

10.mars

Keyrum yfir Atlasfjöllin í átt að eyðimörkinni. Skoðum borgarvirkin sem kallast kasba (aðgangseyri ekki innifalinn). Heillandi byggingarstíll sem er mikið notaður á þessu svæði. Höldum áfram yfir fjöllin þar sem ótrúleg náttúrufegurð. Gistum í litlum bæ nálægt eyðimörkinni.

Atlasfjöllin Marokkóferð.jpg

11.mars

  • Förum lengra í átt að Sahara eyðimörkinni og sjáum hin ótrúlegu Todghagljúfur. Einstök náttúrufegurð á þessu svæði. Gistum í bænum Merzouga sem er rétt við upphaf eyðumerkunnar. 

Todghagljúfur Marokkóferð.jpg

12.mars

  • Óleymanlegur eyðumerkurdagur. Förum saman í stórum jeppum út í eyðimörkina og prufum líka að sitja á úlföldum. Gistum í eyðimörkinni í tjöldum með öllum þægindum. Heimsækjum berbara í tjöldum þeirra og komum með gjafir.  Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun undir stjörnuhimninum. 

Úlfaldar í Marokkó, Marokkóferð.jpg

13.mars

  • Vökunum snemma til að upplifa sólupprásina. Keyrum úr eyðimörkinni til Fes sem er ein fallegasta borgin í Marokkó. Við erum eina ferðaskrifstofan á Íslandi sem fer til Fes með hópana okkar. Borgin er þekkt fyrir litun á skinnum og gömlum byggingarstíl.

Heimsókn til hirðingja í Marokkó.jpg

14.mars

  • Annar dagur í Fes. Ganga um gamla bæinnn og taka inn allt sem þessi einstaka borg hefur uppá að bjóða. Skoðum elsta háskóla í í heimi. Heillandi og fjölbreytt mannlíf einna fallegustu borgar Marokkó.

Heimsókn í kryddbúðina og ferð í Marokkó.jpg

15.mars

  • Keyrum aftur til Marrakesh í gegnum Rabat og komum nógu snemma til borgarinnar til að skoða og versla á mörkuðunum í borginni. 

Image by Toa Heftiba

16.mars

  • ​Síðasti dagurinn í landinu en við höfum tíma fyrir hádegi til að skoða borgina áður en við fljúgum aftur heim seinnipartinn eftir frábæra ferð til Marokkó. 

Image by Carlos Ibáñez
bottom of page