top of page
Ekkert Stadfestingargjald fyrir ferðir.png

OKTÓBERFERÐ TIL KÚBU 2023 

 

 FERÐ TIL HAVANA-TRINIDAD-VIÑALES 

 20.október til 2.nóvember 2023 | TVÆR VIKUR   

VERÐ FRÁ   439.900 kr á mann 
*Verð per mann í tvíbýli.
**verð í einbýli er 79.900 aukalega

14 daga ferð til Kúbu og Kanada 

Saga, matur, tónlist, sól, frábærir staðir, strendur og mannlíf. Allt þetta í þessari frábæru 14 daga ferð um stóran hluta Kúbu þar sem þú upplifir alvöru Kúbu.

Við fljúgum til Varadero og keyrum síðan til höfuðborgarinnar Havana þar sem við gistum í fimm nætur. Borgin iðar af lífi með tónlist og einstakri stemningu á hverju horni. Dagsferð til tóbaksræktunarsvæðiðsins Viñales. Mikil náttúrufegurð og dýralíf. Smökkum besta kaffi á Kúbu og borðum hádegsverð með útsýni yfir svæðið. Förum á danssýningu í Havana og heimsækjum merkilega staði eins og El Morro. Auðvitað keyrum við líka um á gömlum amerískum bílum í stæl um borgina. 

Keyrum suður til Trinidad sem er einn elsti bær í Ameríkunum og dvelum í smábænum Casilda í fimm nætur.  Þar lærum við um ótrúlega sögu svæðisins og fræðumst um þrælasögu landsins. Heimsækjum Playa Girón þar sem CIA reyndu árangurslausa Svínaflóainnrás. Nægur tími seinna til að fara á ströndina en þeir sem vilja hreyfa sig meira geta farið í fjallgöngu með leiðsögn í nágreni Trinidad. Einnig hægt að velja að fara í sjóstöng eða bara slappa af. Förum líka til borgarinnar Santa Clara áður en við endum dvöl okkar á Kúbu með heimaveislu í Casilda með góðum mat og frábærri tónlist. Keyrum síðan til Varadero þar sem við fljúgum til Kanada. Daginn eftir er boðið uppá ferð til Niagarafossa og síðan flug heim með Icelandair. 

Fararstjóri
Gudni Kristinsson

Gudni kristinsson Kubuferdir leiðsögumaður.webp

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Carlos.jpg

Ferðatímabil: Október 2023

Innifalið í verði:

  • Flug frá Íslandi til Toronto og til baka með Icelandair. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

  • Flug frá Kanada til Kúbu og til baka með Westjet. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

 

Í Kanada: 

  • Gisting í eins eða tveggja manna herbergjum án morgunverðar á Alt Hotel Toronto.

Á Kúbu: 

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Vegabréfsáritun til Kúbu

  • Allar ferðir og skemmtanir/afþreying sem eru í ferðalýsingu

  • Gisting á heimahótelum á Kúbu (B&B) 

  • Morgunmatur alla daga 

  • Gjafapoki með kúbönskum vörum

  • Íslensk og kúbönsk leiðsögn

Ekki innifalið:​

  • eTA umsókn til Kanda (kostar CAD 7)

  • Matur og drykkur (fyrir utan það sem innifalið er í ferðapakkanum)

  • Valfrjáls bíltúr á gömlum amerískum bílum*

  • Sjóstöng í Casilda 

  • Afþreying og skemmtanir á eigin vegum

  • Sérferð til Niagarafossa (viðbót)

  • Þjórfé á Kúbu

IMG_4008.jpg

Gisting á Kúbu

ATH: allar heimagistingarnar og hótel hafa verið samþykktar af okkur. Engin heimagisting er eins og þetta eru ekki hótel. Öll herbergin hafa loftkælingu, þægileg rúm, kæliskápa í herberginu eða fyrir utan. Morgunmatur er innifalinn í öllum gistingum.

FERÐALÝSING

GISTISTAÐIR

  • 2 nætur í Toronto 

  • 5 nætur í Havana 

  • 5 nætur í Trinidad, Casilda 

Cars in Havana with Kubuferdir.jpg

20.október

Flug frá Íslandi til Kanada með Icelandair

17:00 Reykjavík (KEF)

17:55 Toronto (YYZ)

Flugtími 5 klst., 55 mín, beint flug.

 

Gistum á ALT Hotel Toronto, nálægt flugvellinum í eina nótt 

(ath án morgunverðar).

Gudni waiting for guests at the airport.

21.október

Morgunflug frá Kanada til Varadero, Kúbu með WestJet

10:00 TORONTO (YYZ)

13:30 VARADERO-KUBA (VRA)

Flugtími 3 klst., 30 mín., beint flug.

  • Akstur frá Varadero til Havana.

  • Innritun í B&B gistingu í Havana.

  • Hópkvöldverður í Havana (ekki innifalinn).

IMG_9093.JPG

22.október

  • Gönguferð um gömlu Havana.

  • Hádegisverður miðsvæðis með frábært útsýni (ekki innifalinn).

  • Heimsækjum Fusterlandia listamannahverfið.

  • Hópkvöldverður (ekki innifalinn).

Borgarferð um gömlu Havana.jpg

23.október

  • Byrjum daginn að keyra um á gömlum bílum. (ekki innifalinn). 

  • Heimsækjum Byltingatorgið í Havana. Borgarferð um gömlu Havana þar sem við heimsækjum sögufræga staði eins og Capitolio, Plaza Vieja, Plaza de armas og marga aðra fræga og síður fræga staði.

  • Hádegisverður í "Old Havana" (ekki innifalinn).

  • Buena Vista Social Club "kvöldverður og sýning" (ekki innifalinn).

Old cars tour from vedado, Havana with Kubuferdir.webp

24.október

  • Dagsferð til Las terrazas. Leggjum af stað snemma. Héraðið er þekkt fyrir ótrúlega náttúrufegurð.

  • Hádegisverður í "Buena Vista" veitingahús (ekki innifalinn)

  • Akstur til Havana.

Las Terrazas Cuba with Kubuferdir.webp

25.október

  • Danssýning um morguninn "Gran Fiesta de Danza með Yaliuska" Frábærir dansarar og þetta er bara til að hafa gaman og dilla sér aðeins (ekki innifalið).

  • Hádegisverður (ekki innifalinn).

  • Heimsækjum El Morro virkið og aðra staði í nágreni Havana.

  • Rútuferð um úthverfi Havana.

  • Skoðum Vedado-hverfið og endum á Hotel Nacional í drykk.

  • Frjáls kvöld í Havana.

Yali Danza.jpg

26.október

  • Akstur til Casilda, Trinidad. Stoppum reglulega á leiðinni til að skoða umhverfið og teygja úr okkur. 

  • Heimsækjum Parque Nacional Ciénaga de Zapata-þjóðgarðinn. Þar förum við á ströndina og skoðum kóralinn. Einnig tími til að synda og njóta sólarinnar. 

  • Hádegismatur við ströndina (ekki innifalinn).

  • Innritun í B&B gistingu í Casilda.

  • Hópkvöldverður á frábærum veitingastað í Casilda. (ekki innifalinn).

Parque Nacional Ciénaga de Zapata-þjóðgarðinn. Þar förum við á ströndina og skoðum kóralin

27.október

  • Ferð um Trinidad sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.

  • Heimsækjum keramiklistafólk.

  • Hóphádegisverður (ekki innifalinn).

  • Frjáls eftirmiðdagur.

  • Rútuferð til Casilda.

  • Hópkvöldverður í Casilda (ekki innifalinn).

Trinidad Borg

28.október

  • Förum í ferð til Valle de los ingenios og Manaca Iznaga sem var einn stærsti búgarður landsins. Þar voru rúmlega 30.000 þrælar á meðan Spánverjar réðu Kúbu. Ótrúleg saga og einstakt umhverfi. Bærinn er á Heimsminjaskrá UNESCO. Til að komast þangað þá ferðumst með einni elstu lest sem til er á Kúbu.

  • Rútuferð til sykurplantekurnar Ingenio San Isidro. Átakanleg saga þrælahalds á Kúbu. 

  • Hóphádegisverður á ströndinni. (ekki innifalinn).

  • Strandardagur á Playa Ancon við Trinidad.

  • Rútuferð til Casilda.

  • Hópkvöldverður í Trinidad (ekki innifalinn).

ferð til Valle de los Ingenios og Manaca Iznaga.jpg

29.október

  • Heimsækjum Cienfuegos borg.

  • Gögnuferð um borgina.

  • Heimsækjum söfn og merka staði í borginni.

  • Hádegisverður í Cienfuegos (ekki innifalinn).

  • Rútuferð til Casilda.

  • Frjálst kvöld í Casilda eða Trinidad.

Heimsækjum Cienfuegos borg.jpg

30.október

  • Frjáls dagur í Casilda eða Trinidad. 

  • Mismunandi ferðir og upplifanir í boði. Hægt að velja úr að fara á ströndina og kaupa aðgang að hóteli með öllu innfalið. 

  • Sjóstöngsveiði  (ekki innifalið).

  • Catamaran ferð um karabíska hafið (ekki innifalið).

  • Fjallganga (ekki innifalið).

  • Hugsanlega annað í boði sem hentar þér.

  • Cuba Fiesta í Casilda. Lokakvöldverður og partý að hætti heimamanna (ekki innifalið).

Beach Cuba

31.október

  • Keyrum að stað snemma því það tekur um fjóra tíma að fara til Varadero. 

  • Flug með Westjet frá Varadero kl 14:30. Komutimi 17:55 til Toronto.

  • Aukanótt í Toronto á Alt Hótel.

welcome.jpg

1.nóvember (lendum 2.nóvember)

  • Dagsferð til Niagarafossa kl 08:00. Komin aftur um kl 17:00 á flugvöllinn (ekki innifalið). 

  • 19:45 frá Toronto. 

  • 06:05 +1 dagur, komutimi til Keflavik.

  • Flugtími 5 klst., 20 mín., beint flug.

Niagara Falls winter.jpg
bottom of page