

OKTÓBERFERÐ TIL KÚBU 2023
FERÐ TIL HAVANA-TRINIDAD-LAS TERRAZAS-VARADERO
14 daga ferð til Kúbu og Kanada
Saga, matur, tónlist, sól, frábærir staðir, strendur og mannlíf. Allt þetta í þessari frábæru 14 daga ferð um stóran hluta Kúbu og endað er á hvítum ströndum Karíbahafsins.
Við fljúgum til Varadero og keyrum síðan til höfuðborgarinnar Havana þar sem við gistum í fjórar nætur. Borgin iðar af lífi með tónlist og einstakri stemningu á hverju horni. Heimsækjum vistvæna þorpið Las Terrazas um klukkutíma fyrir utan Havana. Mikil náttúrufegurð og dýralíf. Smökkum besta kaffi á Kúbu og borðum hádegsverð með útsýni yfir svæðið.
Daginn eftir keyrum við suður til Trinidad sem er einn elsti bær í Ameríkunum. Þar lærum við um ótrúlega sögu svæðisins og fræðumst um þrælasögu landsins. Förum í lestarferð (ef hún er í gangi) um sveitina við Trinidad og heimsækjum Playa Girón þar sem CIA reyndu árangurslausa Svínaflóainnrás. Ferðinni lýkur með þriggja nátta dvöl á 5 stjörnu hóteli í Varadero með öllu inniföldu.
Í okkar ferðum sýnum við landið frá sjónarhóli innfæddra.
Fararstjóri
Guðni Kristinsson

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Ferðatímabil: Október 2023
Innifalið í verði:
-
Flug frá Íslandi til Toronto og til baka með Icelandair. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.
-
Flug frá Kanada til Kúbu og til baka með Transat og Westjet. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.
Í Kanada:
-
Gisting í eins eða tveggja manna herbergjum án morgunverðar á Alt Hotel Toronto.
Á Kúbu:
-
Akstur til og frá flugvelli
-
Vegabréfsáritun
-
Allar ferðir og skemmtanir/afþreying sem eru í ferðalýsingu
-
Gisting í sjö nætur á heimahótelum (B&B)
-
Þrjár nætur á 5 stjörnu hóteli með öllu inniföldu*
-
Morgunmatur alla daga
-
Gjafapoki með kúbönskum vörum
-
Íslensk og kúbönsk leiðsögn
Ekki innifalið:
-
eTA umsókn til Kanda (kostar CAD 7)
-
Matur og drykkur (fyrir utan það sem innifalið er í ferðapakkanum)
-
Valfrjáls bíltúr á gömlum amerískum bílum*
-
Afþreying og skemmtanir á eigin vegum
-
Sérferð til Niagarafossa (viðbót)
-
Þjórfé á Kúbu
Gisting á Kúbu
ATH: allar heimagistingarnar og hótel hafa verið samþykktar af okkur. Engin heimagisting er eins og þetta eru ekki hótel. Öll herbergin hafa loftkælingu, þægileg rúm, kæliskápa í herberginu eða fyrir utan. Morgunmatur er innifalinn í öllum gistingum.












FERÐALÝSING