top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

OKTÓBERFERÐ TIL KÚBU 2024 

 

 FERÐ TIL HAVANA-TRINIDAD-LAS TERRAZAS-VARADERO 

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Cal icon.png

18. - 31. október 2024

TVÆR VIKUR 

Cc icon.png

VERР439.900 KR. á mann

*79.900 KR. aukalega fyrir einbýli.

Sveigjanlegar greiðslur. Sjá nánar

Bóka icon.png

UM FERÐINA

Saga, matur, tónlist, sól, frábærir staðir, strendur og mannlíf. Allt þetta í þessari frábæru 14 daga ferð um stóran hluta Kúbu og endað er á hvítum ströndum Karíbahafsins.

Við fljúgum til Varadero og keyrum síðan til höfuðborgarinnar Havana þar sem við gistum í fjórar nætur. Borgin iðar af lífi með tónlist og einstakri stemningu á hverju horni. Heimsækjum vistvæna þorpið Las Terrazas um klukkutíma fyrir utan Havana. Mikil náttúrufegurð og dýralíf. Smökkum besta kaffi á Kúbu og borðum hádegsverð með útsýni yfir svæðið. 

Daginn eftir keyrum við suður til Trinidad sem er einn elsti bær í Ameríkunum. Þar lærum við um ótrúlega sögu svæðisins og fræðumst um þrælasögu landsins. Förum í lestarferð (ef hún er í gangi) um sveitina við Trinidad og heimsækjum Playa Girón þar sem CIA reyndu árangurslausa Svínaflóainnrás. Ferðinni lýkur með þriggja nátta dvöl á 5 stjörnu hóteli í Varadero með öllu inniföldu.

Í okkar ferðum sýnum við landið frá sjónarhóli innfæddra. 

Fararstjóri
Guðni Kristinsson

Gudni kristinsson Kubuferdir leiðsögumaður.webp

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Carlos.jpg

FERÐALÝSING

Ferðatímabil: október 2024

Innifalið í verði:

  • Flug frá Íslandi til Toronto og til baka með Icelandair. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

  • Flug frá Kanada til Kúbu og til baka með Westjet. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

 

Í Kanada: 

  • Gisting í eins eða tveggja manna herbergjum án morgunverðar á Alt Hotel Toronto.

Á Kúbu: 

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Vegabréfsáritun

  • Allar ferðir og skemmtanir/afþreying sem eru í ferðalýsingu

  • Gisting í sjö nætur á heimahótelum (B&B) 

  • Þrjár nætur á 5 stjörnu hóteli með öllu inniföldu*

  • Morgunmatur alla daga 

  • Íslensk og kúbönsk leiðsögn

Ekki innifalið:

  • eTA umsókn til Kanda (kostar CAD 7)

  • Matur og drykkur (fyrir utan það sem innifalið er í ferðapakkanum)

  • Valfrjáls bíltúr á gömlum amerískum bílum*

  • Afþreying og skemmtanir á eigin vegum

  • Sérferð til Niagarafossa (viðbót)

  • Þjórfé á Kúbu

Gisting á Kúbu

ATH: Allar heimagistingarnar og hótel hafa verið samþykktar af okkur. Engin heimagisting er eins og þetta eru ekki hótel.

Öll herbergin hafa loftkælingu, þægileg rúm, kæliskápa í herberginu eða fyrir utan.

Morgunmatur er innifalinn í öllum gistingum.

DAGSKRÁ FERÐAR

GISTISTAÐIR

  • 2 nætur í Toronto 

  • 4 nætur í Havana 

  • 3 nætur í Trinidad, Casilda 

  • 3 nætur í Varadero Resort Beach

Cars in Havana with Kubuferdir.jpg

18.október

Flug frá Íslandi til Kanada með Icelandair™

17:05 Reykjavík (KEF)

19:10 Toronto (YYZ)

Flugtími 5 klst., 55 mín, beint flug

 

Gistum á ALT Hotel Toronto, nálægt flugvellinum í eina nótt 

(ath án morgunverðar)

Gudni waiting for guests at the airport.

19.október

Flug frá Kanada til Varadero, Kúbu með Air Transat™

14:15 Toronto (YYZ)

17:45 Varadero-Kúba (VRA)

Flugtími 3 klst., 30 mín., beint flug

  • Akstur frá Varadero til Havana.

  • Innritun í B&B gistingu í Havana

  • Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun í einu húsinu sem við gistum (ekki innifalinn). 

IMG_9093.JPG

20.október

  • Byrjum daginn að keyra um á gömlum bílum. (ekki innifalinn). 

  • Heimsækjum Byltingatorgið í Havana. Borgarferð um gömlu Havana þar sem við heimsækjum sögufræga staði eins og Capitolio, Plaza Vieja, Plaza de armas og marga aðra fræga og síður fræga staði.

  • Hádegisverður í "Old Havana" (ekki innifalinn)

  • Skemmtun og matur á heimsfræga Buena Vista klúbbnum (ekki innifalinn).

IMG_9104.jpg

21.október

  • Danssýning um morguninn "Gran Fiesta de Danza með Yaliuska" Frábærir dansarar og þetta er bara til að hafa gaman og dilla sér aðeins (ekki innifalið).

  • Hádegisverður (ekki innifalinn)

  • Seinnipartinn heimsækjum í Fusterlandia og skoðum ótrúleg listaverk þar.

  • Rútuferð um úthverfi Havana.

  • Skoðum Vedado-hverfið og endum á Hotel Nacional.

Yali Danza.jpg

22.október

  • Dagsferð til Las terrazas. Leggjum af stað snemma. Héraðið er þekkt fyrir ótrúlega náttúrufegurð.

  • Hádegisverður í "Buena Vista" veitingahús (ekki innifalinn)

  • Akstur til Havana.

IMG_9218.jpg

23.október

  • Akstur til Casilda, Trinidad. Stoppum reglulega á leiðinni til að skoða umhverfið og teygja úr okkur. 

  • Heimsækjum Parque Nacional Ciénaga de Zapata-þjóðgarðinn. Þar förum við á ströndina og skoðum kóralinn. Einnig tími til að synda og njóta sólarinnar. 

  • Hádegismatur og drykkir (ekki innifalinn). 

  • Innritun í B&B gistingu í Casilda

  • Hópkvöldverður á frábærum veitingastað í Casilda. (ekki innifalinn)

Playa Girón strondinna

24.október

  • Ferð um Trinidad sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.

  • Hóphádegisverður (ekki innifalinn) 

  • Hópkvöldverður í Casilda (ekki innifalinn)

Gudni Guiding in Cuba.JPG

25.október

  • Förum í ferð til Valle de los Ingenios og Manaca Iznaga sem var einn stærsti búgarður landsins. Þar voru rúmlega 30.000 þrælar á meðan Spánverjar réðu Kúbu. Ótrúleg saga og einstakt umhverfi. Bærinn er á Heimsminjaskrá UNESCO. Til að komast þangað þá ferðumst með einni elstu lest sem til er á Kúbu.

  • Rútuferð til sykurplantekurnar Ingenio San Isidro. Átakanleg saga þrælahalds á Kúbu. 

  • Hóphádegisverður á ströndinni. (ekki innifalinn)

  • Cuban Fiesta veisla í Casilda (ekki innifalinn)

Slave Watch Tower - Manaca Iznaga, Cuba.jpg

26.október

  • Akstur til Varadero

  • Gistum á Hotel Iberostar Varadero sem er 5 stjörnu hótel með öllu innföldu. Gistum þar í þrjár nætur.

Hotel Iberostar Varadero

27.október

  • Strandardagur á Varadero.

  • Möguleiki á skoðunarferðum eða annarri afþreyingu.

  • Hægt að velja um köfun, siglingar, sjóstöng og jeppaferðir (ekki innifalið).

Customers Kubuferdir

28.október

  • Strandardagur á Varadero. Möguleiki að fara í skoðunarferð eða njóta annarrar afþreyingar.

Beach Cuba

29.október

  • Njóta sólarinnar um morguninn. Keyrum til flugvallarins í Varadero. Aksturstími 30 mín.

  • Flug með Westjet frá Varadero kl 14:45. Komutimi 18:10 til Toronto.

  • -----

  • Aukanótt í Toronto. +1 dagur

welcome.jpg

30.október (lendum 31.október)

  • Dagsferð til Niagarafossa kl 08:00. Komin aftur um kl 17:00 á flugvöllinn (ekki innifalið). 

  • 20:45 frá Toronto. 

  • 06:20 +1 dagur, komutimi til Keflavik. Beint flug.

Niagara Falls winter.jpg
bottom of page