top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

Hópferð til Marrakech í Marokkó með 2Go Iceland

 FERÐIR TIL MAROKKÓ 

 með Guðna og Carlosi 

Um ferðina okkar til Marokkó

Hvers vegna að ferðast til Marokkó með okkur?

Við leggjum áherslu á að hafa ferðir okkar eins fjölbreytilegar og hægt er. Í ferðunum til Marokkó munið þið upplifa stórborgarlífið í hinni einstöku Marrakesh, kyrrðina í eyðimörkinni og ekki síst litadýrðina í einni elstu borg heims, Fes. Við gefum ykkur líka góðan tíma til að upplifa á eigin spýtur en ef ykkur finnst öruggara að vera með öðrum þá erum við alltaf með eitthvað til að gera.

 

Hversu öruggt er að ferðast í Marokkó? 

Við höfum farið til landsins mörgum sinnum og höfum ekki upplifað annað en mikið öryggi í landinu. Það er lögð mikil áhersla á að ferðamenn séu öruggir og það sést t.d. með því að lögreglan skoðar reglulega skráningar/leyfi hjá leiðsögumönnum. Á öllum riadöum (litlu hótelunum sem við gistum á) eru öryggishólf þar sem hægt er að geyma verðmæti.

 

Hvað er Riad?

Riad er byggingastíll þar sem fjölskyldur bjuggu áður fyrr og eru hús með garði í miðjunni. Í dag eru riad venjulega rekin sem hótel/gistiheimili. Þetta eru oft fallegustu húsin sem hægt er að finna í Marokkó. Við gistum á mismunandi stöðum í fallegum og mjög hreinum riadöum með frábærri þjónustu. Við höfum sjálfir skoðað allar gistingar sem við notum í Marokkó.

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt er að skipta greiðslum í allt að 3 hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Veldu þína ferð til Marokkó

Morokkó 4, Kúbuferðir

21. - 28. desember

Marokko ferð frá Islandi, með Gudna og Carlos, 2Go Iceland Travel.jpg

9. - 16. mars

bottom of page