top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

Hópferð til Marrakech í Marokkó með 2Go Iceland

FERÐIR TIL
MAROKKÓ 

 með Guðna og Carlosi 

Um ferðina okkar til Marokkó

Hvers vegna að ferðast til Marokkó með okkur?

 

Við leggjum mikla áherslu á að ferðir okkar séu bæði þægilegar og innihaldsríkar. Í þessari vel skipulögðu ferð um suðurhluta Marokkó upplifið þið litríka menningu, heillandi borgarlíf í Marrakesh, ró og ferskan sjávarilm í strandbænum Essaouira og kyrrláta sveitalífsstemningu í Taroudant.

 

Við forðumst langa akstursdaga og gefum ykkur nægan tíma til að njóta hverrar heimsóknar. Í ferðinni eru innifaldar sérvaldar upplifanir eins og kamelsferð í Agafay-eyðimörkinni, heimsóknir á litla markaði og handverksstaði og ekki síst teathöfn í kyrrð eyðimerkurinnar. 

 

Við leggjum einnig áherslu á jafnvægi – bjóðum upp á skipulagða dagskrá með íslenskum og innfæddum leiðsögumönnum en einnig tíma þar sem þið getið notið þess að kanna umhverfið á eigin vegum. Og ef þið viljið frekar vera með hópnum allan tímann, þá erum við alltaf með eitthvað að bjóða.

 

 

Hversu öruggt er að ferðast til Marokkó?

 

Við höfum ferðast margsinnis til Marokkó og fundið fyrir miklu öryggi og gestrisni. Mikil áhersla er lögð á öryggi ferðamanna, lögregluyfirvöld hafa strangar reglur um leyfi og skráningu leiðsögumanna. Á öllum gististöðum sem við notum eru öryggishólf fyrir verðmæti og við veljum eingöngu hrein og vönduð riadhótel sem við höfum persónulega skoðað og valið.

 

 

Hvað er Riad?

 

Riad eru söguleg og einstaklega falleg hús með garði í miðjunni sem hafa verið breytt í lítil hótel. Þessi huggulegu hótel eru oft staðsett í gömlum borgarkjörnum og bjóða upp á hlýlegt andrúmsloft, gestrisni og arkitektúr sem eru listaverk hver á sinn hátt. Flest þeirra selja ekki áfengi en gestir mega koma með eigið vín ef þeir kjósa það.

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt er að skipta greiðslum í allt að 3 hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Veldu þína ferð til Marokkó

Geitur í argantré í Marokkó – einstök náttúrusýn á leiðinni til Essaouira

frá 27. oktober
til 3. nóvember 2025

bottom of page