top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

Photo of the ballons on the sunrise of Capadoccia.jpg

 Töfrandi ferð til Tyrklands í september 

 með Guðna og Carlosi 

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Cal icon.png

frá 9. - 17. sept 2025

Cc icon.png

VERР479.900 KR. á mann

*99.900 KR. aukalega fyrir einbýli.

Sveigjanlegar greiðslur. Sjá nánar

*með fyrivara um gengisbreytingar

Bóka icon.png

⚠️ ​​síðustu sætin 💺

UM FERÐINA

Tyrkland er svo miklu meira en bara stórborgin Istanbul. Í þessari einstöku ferð heimsækjum við mögnuð svæði eins og Cappadocia, þar sem þú getur notið ævintýra í loftbelg yfir töfrandi landslagi og Konya, þar sem saga og menning Sufi trúarbragðanna lifnar við. Ferðin leiðir þig um sögufræga staði, glæsilegar moskur og fallega bæi.

Við gistum á sérvöldum hótelum og heimsækjum heillandi markaði, upplifum tyrkneska gestrisni og förum á staði sem skilja engan eftir ósnortinn.

Upplifðu ógleymanlegar stundir í Tyrklandi með okkur – frábær leið til að lengja sumarið. Bókaðu núna!

Fararstjóri
Guðni Kristinsson

Gudni Ferðir með 2Go Iceland.jpg

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Carlos ferð með 2Go Iceland.jpg

FERÐALÝSING

Ferðatímabil: September 2025 (Aðeins 20 sæti í boði)

Innifalið í verði:​​

  • Beint flug fram og til baka.

  • Flugvallagjöld og skattar.

  • Persónlegur hlutur í flugi með Play.

  • 20 kg ferðataska.

  • Íslensk fararstjórn.

  • Tyrknesk fararstjórn á ensku. 

  • Átta nætur á hótelum sérvalin af okkur. 

  • Morgunverðir alla dagana.

  • Vatn á ferðadögum í rútu. 

  • Tveir kvöldverðir: upphafs og endir. 

  • Skoðunarferðir sem koma fram í ferðalýsingu.

  • Dervish snúningsdanssýning.

  • Aðgangur að söfnum/stöðum í ferðalýsingu. 

  • Akstur til og frá flugvellinum.

  • Fullt af einstökum upplifunum og frábærum félagskap.

Ekki innifalið:

  • Skoðunarferðir sem eru ekki í ferðalýsingu.

  • Loftbelgsferð í Cappadocia (valfrjáls).

  • Hádegisverðir og kvöldverðir en við setjum saman dagskrá. 

  • Handfarangur og sætaval með Play. 

  • Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjórann.

DAGSKRÁ FERÐAR

Fyrirvara um breytingar á dagskrá:

Það er möguleiki að það verði breytingar á dagskránni en við reynum alltaf að hafa hana eins nákvæma og hægt er. 

9.september

Komið til Antalya

Beint flug frá Keflavík til Antalya með PLAY.
Innritum okkur á hótel í gamla bænum í Kaleiçi, þekktur fyrir sögulegar götur og byggingarlist.
Um kvöldið er frjáls tími til að prófa hefðbundna veitingastaði og upplifa næturlífið.

Antalya - Ferðir til Tyrkland

10.september

Pamukkale og Hierapolis

Keyrum vestur til Pamukkale þar sem við gistum í tvær nætur. Heimsækjum einar elstu heilsulindir heims sem urðu til úr ótrúlegum kalksteinmyndunum. Skellum okkur í laugarnar og látum lækningarmátt vatnsins umlykja okkur. Heimsækjum hringleikahúsið Hierapolis frá tímum Forngrikkja áður en við höldum á hótelið okkar. 

10 Pamukkale og Hierapolis dagferðir

11.september

Efesus dagur

Byrjum snemma og keyrum til Efesus sem er forn hafnarborg og er talin vera best varðveittu minjar við Austur-Miðjarðarhaf. Borgin var stofnuð af kvenkyns stríðsmönnum sem kallaðar voru Amazonur en síðar tóku Grikkir yfir borgina. Einnig heimsækjum við hof grísku gyðjunnar Artemis en það er eitt af sjö undrum veraldar. 

11 Ephesus-Tyrkland dagferðir

12.september

Konya

Keyrum til Konya sem er ein af merkilegstu borgum Tyrklands. Þegar við komum til borgarinnar förum við að heimsækja Mevlana safnið og Aziziye moskuna. Síðan verður líka tími til að skoða borgina á eigin vegum. Gistum á Grand Hotel Konya í miðbænum. 

Konya-Mevlana museum

13.september

Cappadocia 

Stutt keyrsla frá Konya til Cappadocia sem er eitt magnaðasta náttúrusvæði í heimi. Heimsækjum Göreme útisafnið sem er bær byggður úr bergmyndunum. Skoðum kirkjur, kappellur og hús útskorin í berginu. Safnið er á heimsminjaskrá UNESCO. Um kvöldið förum við að sjá Dervish snúnings-danssýningu sem er einkennisdans svæðsins. Nú þarf bara passa sig að ekki svima á sýningunni!

Cappadocia - Göreme Open-Air Museum

14.september

Cappadocia 

Loftbelgsferð mjög snemma að morgni (valkvæm) en það er einstök upplifun að sjá svæðið frá þessu sjónarhorni. Eftir það borðum við morgunmat  áður en við förum á Zelve útisafnið með fjölda berg kirkna og síðan í Pasabagdalinn en þar er að finna hina svokölluðu álfaskorsteina. Förum einnig á Göreme útsýnis staðinn til að sjá yfir svæðið og endum í rauða dalnum. Frjálst kvöld í Cappadocia. 

Cappadocia - Pasabag (Monk’s Valley)

15.september

Antalya

Keyrum að morgni í átt að Antalya þar sem við gistum síðustu tvær næturnar í Tyrklandi. Tökum rólegan eftirmiðdag og það er tími til að versla og njóta borgarinnar. Frjálst kvöld í Antalya. 

Antalya - Tyrkland

16.september

Antalya

Heimsækjum gamla bæinn Kaleici þar sem andi borgarinnar svífur yfir. Þröngar og litríkar götur með mörkuðum og góðum veitingastöðum. Förum síðan að Duden fossinum er dásamlegt náttúruundur og frábær staður að njóta kyrrðar og náttúrufegurðar. Frjáls eftirmiðdagur en um kvöldið borðum við saman á góðum veitingastað í miðbænum. 

düden waterfalls antalya

17.september

Brottför
Morgun: Flug til baka frá Antalya til Keflavíkur með PLAY klukkan 10:00.

Dervish dance tyrklands
bottom of page