☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️

HAUSTFERÐ TIL SUÐUR-MAROKKÓ
með Guðna og Carlosi
Brottfor: 27. október, 2025
Heimkoma: 3. nóvember, 2025
👉🏻 EKKERT STAÐFESTINGARGJALD 👈🏻
Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.
UM FERÐINA
Marokkó – litríkt líf, milt hitastig og ekta upplifun
Marokkó er heillandi land þar sem litir, kryddilmur, matur og menning blandast saman í ógleymanlega upplifun. Í þessari vönduðu og vel skipulögðu ferð með staðarleiðsögumanni förum við um suðurhluta landsins þar sem veðrið er milt og notalegt hitastig bíður okkar þegar veturinn nálgast heima á Íslandi.
Við skoðum sögufræga borgarhluta Marrakesh, röltum um hljóðlát stræti strandbæjarins Essaouira, ökum meðfram stórbrotinni strandlengju og inn í kyrrláta sveitabæi í átt að Taroudant. Á leiðinni heimsækjum við litla handverksmarkaði, sjáum geitur klifra í trjám og gæða sér á hnetum. Einnig nýtum við tækifærið til að fara í baðhús og/eða á matreiðslunámskeið og njótum lifandi tónlistar meðan við snæðum kvöldverði á heillandi riadhótelum.
Við gistum á notalegum riadhótelum þar sem andrúmsloft og gestrisni eru í fyrirrúmi. Þetta er ferð fyrir fólk sem vill slaka á, fræðast, borða góðan mat og kynnast menningu í rólegu og fallegu umhverfi.
Við leggjum áherslu á í þessari ferð að hafa styttri keyrslur og hafa nægan tíma á stöðunum sem við heimsækjum.
Komdu með okkur í litríkt ferðalag til Marokkó – upplifun sem yljar langt fram á vetur.
Takmarkaður sætafjöldi – tryggðu þér pláss í dag!
Fararstjóri
Guðni

Hópstjóri
Carlos

Okkar ferð - meiri nálægð, minni akstur og betri upplifun
✅ Stuttir akstursdagar – meiri tími til að njóta.
Ferðin er sérstaklega hönnuð með þægindi í huga: Engir langir akstursdagar og jafnvægi milli upplifana og hvíldar.
✅ Staðarleiðsögumaður sem þekkir menninguna út og inn.
Marokkóskur fararstjóri með yfirgripsmikla þekkingu á landi, siðum og menningu tryggir ekta og persónulega upplifun.
✅ Íslenskur fararstjóri alla ferðina.
Fararstjórinn okkar heldur utan um hópinn og sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig – á íslensku, með hlýju og alúð.
✅ Þægileg rúta með loftkælingu.
Við ferðumst í rúmgóðri og loftkældri rútu sem hentar sérstaklega vel fyrir alla.
✅ Öll dagskráin og upplýsingar í símanum þínum.
Sérhannað ferðaforrit fylgir með þar sem þú hefur aðgang að dagskrá, kortum, ráðleggingum og tilkynningum — allt á einum stað.
✅ Gist á fallegum riadhótelum.
Við gistum á völdum, litríkum riadhótelum þar sem arkitektúr, þjónusta og andrúmsloft segja sína eigin sögu.
✅ Aðeins 20 í hóp – meiri nálægð og betri þjónusta.
Lítill hópur tryggir betri tengsl, meiri sveigjanleika og persónulegri upplifun.
✅ Hlýtt og þurrt veður í október.
Október er fullkominn mánuður til að ferðast um Suður-Marokkó, yfirleitt 22–28°C á daginn og þurrt veður með frábærri birtu fyrir ljósmyndun.
FERÐALÝSING

✅ Innifalið:
🟢 Flug fram og til baka með Play Air
🟢 Flugvallagjöld, skattar, 20 kg innrituð ferðataska og persónulegur hlutur
🟢 Sjö nætur á völdum riadhótelum í Marrakesh, Essaouira og Taroudant
🟢 Morgunverður alla daga
🟢 Tvær sameiginlegar kvöldmáltíðir
🟢 Úlfaldaferð og hefðbundin teathöfn í eyðimörkinni við Agafay
🟢 Skipulagðar skoðunarferðir skv. dagskrá: Leiðsögn um borgir, markaði og söguleg svæði
🟢 Akstur með einkabílstjóra alla ferðina
🟢 Akstur til og frá flugvelli
🟢 Leiðsögn á íslensku
🟢 Leiðsögn á ensku frá innfæddum leiðsögumanni
🟢 Frábær félagsskapur og litríkar upplifanir alla daga
❌ Ekki innifalið:
🔴 Skoðunarferðir og viðbótarupplifanir sem eru ekki sérstaklega nefndar í dagskrá
🔴 Hádegisverðir (við setjum fram tillögur af góðum stöðum)
🔴 Þjórfé fyrir staðarleiðsögumenn og bílstjóra
DAGSKRÁ FERÐAR
Fyrirvara um breytingar á dagskrá. Það er möguleiki að það verði breytingar á dagskránni en við reynum alltaf að hafa hana eins nákvæma og hægt er.
👉🏻 Dagur 1 – 27. október
Komudagur | Gisting: Marrakesh
Lent er síðdegis í sólríku Marrakesh þar sem innfæddur leiðsögumaður tekur á móti hópnum. Keyrum á riadhótelið okkar í heillandi gamla borgarhlutanum. Tími til að skoða sig aðeins um á litríkum mörkuðum. Hópurinn borðar sameiginlegan kvöldverð þar sem marokkósk tónlist og stemning koma ferðinni vel af stað.
Mjög stutt keyrsla þennan dag.

👉🏻 Dagur 2 – 28. október
Eyðimörk & ströndin kallar | Gisting: Essaouira
Dagurinn hefst með stuttri ferð út úr borginni til að upplifa kyrrð og fegurð eyðimerkursvæðis. Þar fá ferðalangar tækifæri á að prófa að ríða á úlföldum og njóta marokkósks te í stórbrotinni náttúru. Að því loknu er ekið í gegnum gróskumikla sveit og gestir fá að kynnast framleiðslu arganolíu, einni af verðmætustu olíum heimsins, Á leiðinni er jafnframt komið við á stað þar sem geitur klifra í trjám – sjaldséð sjón! Deginum lýkur við ströndina þar sem sjávarloftið tekur á móti hópnum í notalegu hafnarborginni Essaouira. Kvöldverður á frábærum veitingastað innan borgarveggjanna.
Aðeins þriggja tíma keyrsla yfir daginn.

👉🏻 Dagur 3 – 29. október
Gönguferð & handverk | Gisting: Essaouira
Dagurinn fer í að kanna líflega miðbæinn og sögulega hafnarsvæðið Essaouira. Gengið er um þröng stræti og litríka markaði þar sem finna má krydd, viðarhandverk og heimagerð listaverk. Þeir sem vilja geta notið fersks sjávarfangs í hádeginu og slakað svo á við hafið síðdegis.
Engin keyrsla þennan dag.

👉🏻 Dagur 4 – 30. október
Meðfram ströndinni og áfram inn í land | Gisting: Taroudant
Lagt er af stað meðfram glæsilegri strandlengju með víðsýnum útsýnisstöðum. Á leiðinni má sjá náttúrulegar gersemar, fuglalíf og einstakt sveitalandslag. Komið er við í nútímalegu strandborginni Agadir, þar sem við fáum tíma til að rölta meðfram ströndinni eða njóta kaffibolla með útsýni yfir hafið. Að lokum er ekið áfram til undursamlegu borgarinnar Traoudant sem er inn í landi, þar sem gamlar múrbyggingar og litríkt mannlíf bíður okkar.
Rúmir fjórir tímar í keyrslu en við tökum mjög góð stopp á leiðinni.

👉🏻 Dagur 5 – 31. október
Handverk, hefðir og heimamenn | Gisting: Taroudant
Þessi dagur er tileinkaður heillandi mannlífinu í Taroudant. Hópurinn skoðar iðandi markaði, silfurverkstæði og kryddverslanir. Valfrjálst er að fara í hestvagnsferð um gamla borgarhlutann eða njóta afslappandi gufu- og nuddmeðferðar í hefðbundinni baðstofu. Um kvöldið býðst tækifæri til að snæða kvöldverð á fjölskylduheimili og kynnast matarmenningu og gestrisni innfæddra frá fyrstu hendi.
Engin keyrsla þennan dag.

👉🏻 Dagur 6 – 1. nóvember
Til baka í borgina | Gisting: Marrakesh
Eftir morgunmat er ekið til baka yfir græna dali og sveitir þar sem við stöldrum við hjá bændum og í litlum verslunum á leiðinni. Eftir komuna til Marrakesh gefst tími til að versla á líflegum mörkuðum eða slaka á með drykk. Kvöldið frjálst.
Keyrslan er rúmir þrír tímar.

👉🏻 Dagur 7 – 2. nóvember
Menning og saga | Gisting: Marrakesh
Við heimsækjum helstu sögulegu staði borgarinnar, göngum um sögufræg torg og skoðum einstaka garða og byggingar frá miðöldum. Þeir sem vilja geta tekið þátt í marokkóskum matreiðslutíma eða farið á listasafn. Um kvöldið borðum við saman lokakvöldverði þar sem við njótum við lifandi tónlistar, drekkum í okkur andrúmsloft borgarinnar og ljúkum þar með ferðinni með stæl.
Engin keyrsla þennan dag.

👉🏻 Dagur 8 – 3. nóvember
Heimferð
Eftir morgunverð og rólega byrjun á deginum er frjáls tími. Ekið út á völl eftir hádegi og flogið heim til Íslands með töskurnar fullar af minningum.
Stutt keyrsla út á flugvöll.

