top of page

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

1. ALMENNT

 

Persónuvernd þín skiptir Go ehf. (Kúbuferðir-2Go Iceland Travel) miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.  

 

2. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

 

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

 

3. ÁBYRGÐ

 

Go ehf ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni.  Hægt er að hafa samband við okkur að Víðidalur 38, 260 Reykjanesbær, með því að senda skriflega fyrirspurn á 2go @2go.is og með því að hringja í 773-4494.

 

4. SÖFNUN OG NOTKUN

 

Til að geta sinnt hlutverki okkar söfnum við upplýsingum um:

 

 • nafn þitt, símanúmer og netfang, ásamt IP tölu til að geta lokið við og uppfyllt óskir þínar um skráningu í okkar ferðir eða kaup á  annarri þjónustu sem við bjóðum upp á eða höfum milligöngu um

 • nafn þitt, símanúmer, kennitölu og netfang til að geta svarað fyrirspurnum og brugðist við óskum þínum, t.d. til að svara spurningum þínum, ábendingum og athugasemdum,

 • nafn þitt, kyn, símanúmer, netfang, fæðingardag og aldur með þínu samþykki til að geta sýnt þér kynningarefni, tilboð eða sérsniðnar auglýsingar á vefsvæðum okkar, 

 • nafn þitt, kyn, símanúmer og netfang með þínu samþykki til að geta haft samband við þig til að sinna gæðaeftirliti og/eða ef við höfum ekki heyrt í þér lengi,

 • nafn þitt, IP tölu og netfang með þínu samþykki til að geta gert þér kleift að nota vef- og samfélagsmiðlasíður okkar.

Þú getur skoðað og notað vefsvæði og smáforrit Go ehf og við söfnum upplýsingum sem vafri þinn eða sími veitir og eru mikilvæg til að nýta þjónustu okkar sem best, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og símanúmer, IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn.

5. ÞRIÐJU AÐILAR

 

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota. 

6. VERNDUN

 

Go ehf leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir.

 

Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

7. RÉTTINDI ÞÍN

 

Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á 2go @ 2go.is:

 

 • að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum,

 • að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar,

 • að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,

 • að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær,

 • að andmæla og / eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,

 • að fá afhentar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim       takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja,

 • að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild, með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn,

 • að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.

 • Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Athygli er vakin á að innheimt er sanngjarnt gjald byggt á umsýslukostnaði sé farið fram á meira en eitt eintak. . Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér upplýsingar.

 

8. PERSÓNUVERND BARNA

 

Persónuupplýsingar um börn yngri en 18 ára er ekki safnað nema með samþykki forráðamanns.

 

Þegar óskað er eftir samþykki barns eða annars einstaklings sem á erfiðara að meðtaka upplýsingarnar t.d. sökum fötlunar á borð við blindu eða heyrnarleysi, vegna sjúkdóms eða ellisljóleika skal þess gætt að óskin sé sett fram með einföldum, skýrum og aðgengilegum hætti og henni fylgi með fullnægjandi fræðsla með tilliti til þroska og færni viðkomandi.   

 

9. BREYTINGAR

 

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.kubuferdir.is. Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem hafa áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær með tölvupóstskilaboðum.

 

bottom of page