top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

 OKKAR KÚBA 

Kúbuferðir Havana music
Kúbuferdir folkip á Kúbu
Kúbuferdir gjafir fyrir krakkana á Kúbu

Af hverju ættir þú að ferðast með Kúbuferðir?

Kúba er svo miklu meira en bara hvítar strendur Varadero eða heimamenn reykjandi vindla og drekkandi romm! Við þekkjum Kúbu inn og út og förum með ykkur á staði sem fáir ferðamenn kynnast. Þið fáið þannig góða innsýn í menningu og líf Kúbverja.


Frá upphafi höfum við lagt mikla áherslu á að styrkja íbúa landsins sem mest og við tryggjum að gjafir sem gestir okkar koma með fari beint til þeirra. Við heimsækjum skóla og þorp þar sem fólk hefur minni möguleika en í stórborgum. Við lofum alltaf að sýna alvöru Kúbu með öllu því fallega sem landið hefur uppá að bjóða en einnig því sem þarf að laga og bæta. 


Með þekkingu okkar og reynslu af ferðalögum um eyjuna fögru í fjölda ára, tryggjum við að ferðalagið verði ógleymanlegt og hverrar krónu virði.

Carlos og Gudni
Carlos.jpg

Juan Carlos Suarez Leyva

Hópstjóri

Carlos er fæddur í Guantánamoborg nálægt amerísku herstöðinni á Kúbu. Hann er bæði kúbanskur og íslenskur ríkisborgari og vinir hans kalla hann Ice-Cube. Sem innfæddur Kúbani þá sér hann til þess að allt gangi vel og sýnir ykkur alvöru Kúbu. 

Gudni kristinsson Kubuferdir leiðsögumaður.webp

Gudni Kristinsson

Fararstjóri

Guðni hefur langa reynslu sem leiðsögumaður. Útskrifaðist úr Leiðsöguskóla Íslands árið 2013. Bjó á Kúbú á árinu 2005, síðan hefur hann heimsótt Kúbu oft og ferðast þar um þar sem hann hefur mikinn áhuga á sögu og menningu eyjunnar.

Alejandro

Alejandro

Leiðsögumaður á Kúbu

Alejandro er sá sem aðstoðar ferðastjórann okkar Guðna og aðstoðar gesti okkar á Kúbu.

Etienne

Etienne

Rútubílstjóri á Kúbu

Etienne er besti ökumaðurinn á Kúbu. Hann heldur hópunum okkar öruggum á leiðinni.

bottom of page