top of page

UMSAGNIR UM KÚBUFERÐIRNAR OKKAR

Anna og Ásta, Páskaferð 2024

Anna Þórdís og Ásta

Paskaferð 2024

Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Kúbu með framúrskarandi og skemmtilegum fararstjórum, sem þekkja Kúbu mjög vel. Guðni (var í háskólanámi þar) og Carlos (fæddur og uppalinn á Kúbu), héldu vel utan um hópinn og sýndu jafn mikla umhyggju og bestu feður. Ferðin var einstaklega vel skipulögð, við upplifðum margar hliðar Kúbu, kynntumst yndislegum Kúbverjum, sem við gistum hjá bæði í Havana og Casilda. Fundum sannarlega fyrir sorg yfir ástandinu í landinu, en upplifðum gleðina, tónlistina, dansinn og ljúfar móttökur alls staðar sem við komum. Ekki var hægt að kvarta yfir matnum á þeim veitingastöðum sem Guðni og Carlos völdu fyrir okkur, nestið að heiman lá óhreyft. Hópurinn okkar var einstaklega hress og fjörugur og gáfu ekkert eftir í dansinum með heimamönnum. Ferðin til Niagra fossana og einstaklega ljúffengur hádegisverður var svo topppurinn yfir i-ið. Þessi ógleymanlega ferð fær mín bestu meðmæli, ekki missa af frábæru tækifæri til að fara með Guðna og Carlosi til Kúbu! Anna Þórdís og Ásta Hind.

Harpa S, Paskaferð 2024

Harpa Stefánsdóttir

Paskaferð 2024

Ferðin var frábær í alla staði. Gisting á öllum stöðunum mjög fín og gestgjafarnir frábærir og tóku vel á móti okkur. Þjónustan hjá þeim 100% og vildu allt fyrir okkur gera. Skoðunarferðir vel skipulagðar og mjög áhugaverðar. Fengum góða leiðsögn og innsýn í raunveruleikann sem fólkið á Kúbu býr við. Um leið skemmtum við okkur við dillandi tónlist sem er svo ríkur þáttur í menningunni. Ferð sem gefur manni tækifæri til að láta gott af sér leiða, og fær að launum óendanlegt þakklæti og gleði.

Bjorvin og Saedis, Páskaferð 2024

Björgvin og Sædís

Paskaferð 2024

Í sem stista máli alveg frábær ferð frá upphafi til enda, Okku finst að við hafa miklu meiri tilfingu lískjörum Kúbubúm og landinu öllu.

Kristin og Helgi, Páskaferð 2024

Kristín og Helgi

Paskaferð 2024

Allt skipulag og fararstjórn algjörlega upp á 10. Allar væntingar stóðust fullkomlega og meira en það. Tónlistin, dansinn og heimafólkið yndisleg sem og ferðafélsgarnir.

Gudrun Dadda Kubuferdir

Guðrún Dadda

Janúarferð 2024

Þessi ferð var frábær samsetning af fræðslu um menningu, sögu, landslag, tónlist, list, vindla, romm ásamt góðu dassi af skemmtun, dansi og að leika sér. Síðastu þrjú atriðin voru gott mótvægi við upplifa raunstöðu kúbverja. Því við já upplifðum svon sannarlega alvöru Kúbu. Hinn barska raunveruleika sem kúbverjar búa við. Vanrækslu yfirvalda á öllum innviðum, fátækt fólksins og skort á öllu. Hið undarlega ríkisvald sem heldur fólkinu niðri með misgóðum valdsháttum. Við hjónin vorum ofboðslega ánægð með ferðina. Hópurinn var frábær og höfum við eignast nýja vini í kjölfarið. Dagurinn í Kanada á heimferð var frábær endir á stórbrotinni ferð. Guðni og Carlos fá okkar toppeinkunn. Þeir sáu ótrúlega vel um hópinn af einstakri umhyggju og gleði. Við mælum eindregið með þessari ferð.

Þóra og Oddur Kúbuferdir

Þóra og Oddur

Janúarferð 2024

Frábær ferð! Þetta var annað skiptið sem við fórum til Kúbu (áður 2001) og þessi ferð toppaði hina fyrri margfalt. Nú sáum við alvöru Kúbu, kynntumst heimamönnum, fórum víða og sáum mikið af fallegri náttúru, byggingum, handverki og hlustuðum á tónlist. Maturinn kom skemmtilega á óvart og aðbúnaður var allur hinn besti. Guðni og Carlos eru dásamlegir fararstjórar sem vilja allt fyrir mann gera. Dagskráin var fjölbreytt, alltaf eitthvað um að vera en samt nægur tími til að slappa af, stinga sér í sjóinn, taka dansspor og sötra alls kyns drykki. Mælum hiklaust með þessari ferð! Takk fyrir okkur.

Gudmundur og Sigurjóna Kubuferdir

Guðmundur og Margret

Janúarferð 2024

G: Fórum í janúar ferð 2024 með Kúbuferðum eftir að hafa lesið ummæli ánægðra farþega af fyrri ferðum. Okkur er ljúft að segja að ferðin stóðst algjörlega allra okkar væntinga, farastjórnin hjá Guðna og Carlos var í alla staði fullkomin og vel skipulögð frá A til Ö og öll önnur farastjórn var fyrsta flokks. Ferðin verður okkur hjónum mjög minnisstæð til framtíðar, allar gistingar voru mjög góðar, en ástandið á Kúbu var mun verra en maður hafði ímyndað sér fyrirfram. Kærar þakkir fyrir okkur Kúbuferðir og allir ferðafélagar í þessarri ferð.

M: Aldeilis frábær ferð í alla staði, skemmtilegir fararstjórar, flott skipulag og skemmtileg upplifun. Fólkið sem tók á móti okkur á Kúbu var yndislegt svo þetta var mjög eftirminnilegt og get svo sannarlega mælt með. Takk fyrir mig Guðni og Carlos og einnig samferðafólk.

Bogga og Piotr

Bogga og Piotr

Janúarferð 2024

Við ferðumst aðeins um heiminn með mismunandi leiðsögumönnum þessi ferð var best mjög gott skipulag mjög fínir leiðsögumenn alltaf hjálpsamir og brosandi næsta ferð með þeim er þegar skipulögð takk kærlega og við hlökkum til næstu ferðar með ykkur lov lov ❤️❤️

Guðrún Björk Eggertsdóttir Kúbuferdir

Guðrún Björk Eggertsdóttir

Janúarferð 2024

Frábær ferð með Guðna og Carlos, vel skipulögð og vel haldið utan um okkur ferðafólki. Áhugaverðir staðir heimsóttir. Mæli eindregið með að sjá Kúbu í leiðsögn Guðna og Carlos.

Anna og Olafur kúbuferdir

Anna Fjóla Gísladóttir

Janúarferð 2024

Vel skipulagt og áhugaverð blanda sem við fengum að sjá. Þverskurð af Kúbu. Ferðafélagar voru einstaklega notarlegir. Guðni og Carlos magnaðir. Takk fyrir mig.

Solveig Nov23.jpeg

Sólveig Magnúsdóttir

Nóvemberferð 2023

Frábær ferð í alla staði, hver dagur bar með sé ný og framandi ævintýri í landi sem ekki er svo auðvelt að heimsækja eða skilja. Fengum að sjá og upplífa Kúbu eins og hún raunverulega er en líka hvernig glansmyndin fyrir "túrista" á lúxuhótelum er. Fararstjórarnir og skipuleggjendurnir Guðni og Carlos fá 10+ fyrir að halda vel utan um hópinn, allt stóðst eins og stafur á bók og allt gert með svo mikilli hlýju og gamansemi. Ógleymanleg ferð, takk fyrir mig.

Laufey Nov23.jpeg

Laufey Pétursdóttir

Nóvemberferð 2023

 Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir mig þetta var ein allra besta ferð sem ég hef farið í upplifði svo mikið. Guðni og Carlos eru bara alveg frábærir fararstjórar allt gekk eins og í sögu allar tímasetningar stóðu og engar tafir á einu eða neinu þetta er greinilega gert beint frá hjartanu hjá þeim allt svo vel skipulagt þeir eru bestu fararstjórar sem ég hef verið með. Takk aftur fyrir frábæra ferð.

Þóra Rósa.jpg

Þóra Rósa

Októberferð 2023

Ferðin var dásamleg. Einstaklega vel haldið utan um hópinn alveg frá bókun ferðar til loka hennar. Guðni og Carlos eru einstaklega góðir skipuleggjendur og fararstjórar. Og uppbygging ferðarinnar var fullkomin. Við sáum svo sannarlega Kúbu og höfðum góð samskipti við kúbverja.

Vera.jpg

Vera Ósk

Októberferð 2023

Allt vel skipulagt, fararstjórar fá 10 í einkunn, vel kunnugir staðháttum og þekkja söguna. Frábært að fá að kynnast landinu „eins og það er”. Það er kúnst að kynna landið eins en um leið af mikilli virðingu við íbúana og landið. Dásamlega fallegt land.

Gudsteina.jpeg

Guðsteina Hreiðarsdóttir

Októberferð 2023

Frábær ferð í alla staði farastjórn allt skipulag mæli með fyrir alla sem langar í öðruvísi ferð en vanalega sólarlanda ferð Guðni, Carlos og rest takk kærlega fyrir mig.

Ásta.jpeg

Ásta Ágústa Halldórsdóttir

Októberferð 2023

Einstök ferð. Frábærir skemmtilegir og umhyggjusamir fararstjórar allt gekk samkvæmt áætlun. Ég þakka fyrir mig. Ferðin til Niagarafossa var svo punkturinn yfir allt.

Þora.jpg

Þóra Guðrún Hjaltadóttir

Októberferð 2023

Allt skipulag og utanum hald var til fyrirmyndar. Fræðsla um menningu og sögu Kúbu var mjög góð og alltaf fengust svör frá Carlos og Guðna við öllum spurningum. Kærar þakkir.

Páskaferð til Kúbu-Bjartey í Havana.jpg

Bjartey Sigurðardóttir

Páskaferð 2023

Ferðin til Kúbu með Kúbuferðum var einstök upplifun, undir dyggri leiðsögn Guðna og Carlosar, sem eru frammúrskarandi fararstjórar. 
Ferðin var bæði mjög fróðlega og á sama tíma mjög skemmtileg, með mikið af tónlistarupplifunum, bílferðum í gömlum "drossíum" og salsakennslu. Það sem stóð upp úr var samt sem áður þegar ferðast var út fyrir hefðbundin ferðamannasvæði, en þar kynntumst við hinni ekta Kúbu. Það var líka gott í lok ferðar að dvelja í tvo daga í rólegheitum á Varadero ströndinni, þar sem snorklferð með seglbáti stóð upp úr.
Ég mæli eindrengið með ferð til Kúbu á vegum Kúbuferða.

Karolina Páskaferð til Kúbu 2023.jpeg

Karólína Árnadóttir

Páskaferð 2023

Mikið ævintýri að fara með ykkur til Kúbu. Allt gekk svo vel hjá ykkur farastjórunum, mér fannst ég alltaf örugg og mjög svo þægilegt viðmót hjá ykkur. Allir staðir vel valdir og áhugaverðir. Gisting og gestgjafar í gistihúsunum góðir og gaman að gista í svona heimagistingu. Flott að enda svo ferðina í 5 stjörnu lúxus. Kærar þakkir fyrir mig, væri sko alveg til í að fara aftur:)

Gunhnvor Paskaferð til Kúbu 2023.jpeg

Gunnvör Kolbeinsdóttir

Páskaferð 2023

Alveg frábær ferð í alla staði. Mjög vel skipulögð og frábær leiðsögn í öllum ferðum. Spennandi ævintýri alla dagana! Guðni og Carlos, kærar þakkir til ykkar!

Dora KUBFEB23.jpg

Hallur og Dóra

Ferbrúarferð 2023

Eftir að hafa ferðast saman um heiminn sl. 40 ár höfum við hjónin aldrei farið í eins skemmtilega, fræðandi og afslappaða ferð eins og þessa Kúbuferð með Carlos og Guðna. Strax á Keflavíkurflugvelli tók Guðni á móti okkur með opinn faðm og sá til þess að við færum á réttan stað til að halda áfram ferðinni og þannig var það á öllum áfangastöðum. Okkur var bókstaflega pakkað inn í bómul og þeir félagar sáu til þess að við ferðalangar höfðum aldrei áhyggjur af framhaldinu. Á hverjum degi upplifðm við skemmtilegt land og frábæra þjóð.  Allt skipulag var 100% og aldrei skyggði neitt á upplifunina.  Allir gististaðir voru frábærir og mismunandi eftir staðsetningu.  Búið var að velja mjög góða veitingarstaði á hverjum degi og þó maður fengi ekki ameríska steik eða íslenskan fisk, þá var maturinn alls staðar góður og einnig gott vín með, ef maður óskaði eftir því. Tölurnar á vigtinni þegar heim var komið staðfesta að okkur skorti ekkert í mat og drykk!

Það sem stóð upp úr var þegar við fórum töluvert inn í landið og langt frá venjulegum ferðamannastöðum, þar sem við sáum hina raunverulegu Kúbu, menningu og þjóð.  Þar kynntumst við betur hvað þjóðin stendur sig vel þrátt fyrir lítið sem ekkert frelsi til að framkvæma hlutina.  Sjálfsbjargarviðleitnin er ótrúleg miðað við kröpp kjör. 

Öll leiðsögn hjá Guðna og Carlos var í hæsta gæðaflokki, ásamt hinum unga, kúbverska Alejandro sem talaði lýtalausa ensku án þess að hafa nokkurn tíma farið út fyrir landsteinana.  Ekki má gleyma rútubílstjóranum, algjör snillingur.

Við mælum algjörlega með þessari ferð og okkur langar aftur !

Takk fyrir okkur.
Hallur og Dóra

Johanna Kubuferdir Febrúarferd 2023.png

Johanna og Bjarni

Ferbrúarferð 2023

Þessi ferð er með því flottasta í upplifun sem við höfum farið. Öll umgjörð og skipulag þeirra Carlos og Guðna til fyrirmyndar. Það var aldrei til sparað í mat og drykk sem þeir skipulögðu fyrir okkur, þryggja rétta og drykkir í hvert mál. Þetta er dásamlegt land með mikla sögu sem þeir kynntu svo vel fyrir okkur og gisting á heimilum færði okkur svo nálægt heimamönnum. Og allstaðar sá maður hvað þeir voru vel kynntir á þeim móttökum sem við fengum þar sem við komum. Mér á eftir að þykja vænt um þessa þjóð um aldur og ævi. Með bestu kveðju og þakkir til ferðafélaga fyrir dásamlega samveru. Jóhanna og Bjarni

Kristin KUBFEB23.jpg

Bjarni og Kristín

Ferbrúarferð 2023

Frábær og fróðleg ferð í alla staði. Átakanleg staða íbúa Kúbu í þessu fallega græna landi. Frábær fararstjórn og skipulag ferðar mjög gott. Hlökkum til að ferðast með Guðna og Carlos um önnur svæði Suður-Ameríku! Kær kveðja, Bjarni og Kristín, Hvolsvelli

Halla KUBFEB23.jpg

Halla og Guðbjörn

Ferbrúarferð 2023

Frábær ferð í alla staði, skipulag og utanumhald upp á 10. Það var mikill fróðleikur og margt að meðtaka sem mun taka tíma að vinna úr. Samferðarfólkið var líka frábært. Ég mæli hiklaust með því að fara í ferð með þeim félögum Guðna og Carlosi.

KUB00022.jpg

Erling og Margrét

Nóvemberferð 2022

Ferðin bauð upp á einstaka upplifun en áhersla var lögð á að kynna ferðalöngum hina raunverulegu Kúbu. Það tókst fararstjórum sem gjörþekkja til einkar vel. Gististaðir voru óaðfinnanlegir og starfsfólk hvarvetna sá til þess að fólk nýti þess besta sem hægt var að bjóða upp á. Áningarstaðir, jafnt í Havana sem úti á landsbyggðinni, voru vel valdir og gáfu góða innsýn í þjóðlíf, ástand í landinu og aðbúnað íbúanna. Allt gekk fullkomlega upp, veitingastaðir fyrirfram ákveðnir fyrir hvern dag sem var afar hentugt. Hópurinn var samheldinn og stundvísi til fyrirmyndar, engar tafir nokkru sinni. Fararstjórar slóu aldrei slöku við, voru alltaf til staðar og til taks. Frábærir í alla staði og góðir félagar frá fyrstu stundu, sáu til þess að engin lenti í vanda frá upphafi ferðalags í brottfararsal Leifsstöðvar og til baka. Innlendur fararstjóri yndislegur og hvers manns hugljúfi, bílstjóri var snillingur og tryggði þægilegan akstur þó vegir hafi verið misjafnir. Sem sagt stórgóð og óaðfinnanleg ferð sem fær hæstu einkunn sem auðvelt er að mæla með. Það er hverjum velmegandi manni hollt að kynnast fátækum og nægjusömum Kúbverjum sem kunna að láta nánast ekkert duga sér til góðs.

Asdis.jpg

Ásdís og Ragnar

Nóvemberferð 2022

Ferðir var á allan hátt fullkomin, skipulag mjög gott, ferðamáti mjög góður, gisting góð, matur sæmilegur (mætti vera betri), félagsskapur mjög góður, utanumhald hjá fararstjórum sérstaklega ljúfur, þeir léku ofurmömmur á allan hátt :) Pössunarsamir og indælir, gáfu góðar upplýsingar bæði fyrirfram, þ.a. ekkert kom á óvart, jafnóðum og höfðu svör við öllum okkar fyrirspurnum um land og þjóð. Mæli fullkomnlega með þeim og þeirra fyrirtæki.

Johanna.JPG

Helgi og Johanna

Nóvemberferð 2022

Ógleymanleg ferð sem fór langt fram úr væntingum okkar.  
Hver dagur var ævintýri þar sem sögu, menningu og mannlífi voru gerð góð skil. Gisting í heimahúsum færði okkur nær rótum þessa nægjusama samfélags. Virðing ykkar fararstjóranna fyrir íbúum og gleðin í augum barnanna sem þið færðuð gjafir rennur okkur seint úr minni.  
Í ferðalok var slakað á í tilbúinni alsælu ferðamanna á Varadero sem á ekkert skylt við líf heimamanna.
Kærar þakkir fyrir okkur.
Helgi Björnsson og Jóhanna Stefánsdóttir

Margrét.JPG

Margrét og Svavar

Nóvemberferð 2022

Þetta var ótrúlega skemmtileg og fróðleg ferð. Mjög áhrifarík lika.
Öll umgjörð ferðarinnar var frábær .
Guðni og Carlos eru dásamlegir.
Við mælum algjörlega með þessum ferðum.

Anna K.jpg

Anna Kristín og Jón

Nóvemberferð 2022

Þá er einstakri ferð lokið. Það er ekki laust við að við finnum fyrir söknuði og hefðum viljað halda lengur áfram . Því ber að þakka fararstjórunum Guðna og Charlosi sem leiddu okkur í þessari ferð með frábærri farastjórn. Þeir voru afburða duglegir að fræða okkur um ástand og sögu landsins, sýna okkur staði sem við færum annars ekki til sem venjulegir sólarstrandarfarar og bjóða uppá gistingu og mat á meðal heimamanna. Því var eftir tekið,umhyggjan fyrir heimamönnum og viljinn til þess að láta gott af sér leiða, sem svo smitaði yfir til okkar ferðalanganna . Við hjónin vorum alveg spyrjandi yfir í hvernig ferð við vorum að fara en langaði að prófa eitthvað nýtt. Við sjáum sko ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun, eigum eftir að minnast hennar lengi. Ekki má gleyma aðstoðarmönnunum sem voru alltaf á vaktinni að passa uppá að aðstoða þar sem var þörf og halda utanum hópinn. Við mælum með þessari ferð 100% og þökkum fyrir okkur. Hlökkum til að fylgjast með ykkur í framtíðinni.
Guðni og Carlos, þið eruð einstakir. 

Kristjana og Snorri.jpeg

Kristjana og Snorri

Nóvemberferð 2022

Þessi ferð var ómetanleg upplifun sem seint fer úr minni okkar hjónanna. Gistingin mjög góð þrátt fyrir að stundum hafi verið skammtað rafmagn og vatnið ekki alltaf til staðar. Það minnir okkur á hve það eru mikil forréttindi að búa á Íslandi og við það frelsi að geta ferðast allra okkar ferða, sem Kúpverjar eiga ekki kost á. Guðni og Carlos eru frábærir fararstjórar og búa yfir mikilli þekkingu um Kúbu og Kúbverja.

Heidrun og Gudmundur.jpg

Heiðrún og Guðmundur

Októberferð 2022

Virkilega góð ferð, þægilegir ferðafélagar, góður matur, áhugaverðir staðir heimsóttir en leitt að upplifa hve fátækt er mikil, vöruskortur og hátt verðlag fyrir Kúbverja. Var að heimsækja Kúbu í 3ja sinn, og ekki sama bjartsýni og í fyrri ferðum fyrir 3 og 6 árum síðan.

Kristján og Marianne.jpeg

Marianne og Kristján

Októberferð 2022

Ferðin var í mjög stuttu máli einfaldlega frábær í alla staði!
Það sem mér finnst standa upp úr er að hún vekur mann til umhugsunar; um það ástand sem fólk á Kúbu má og hefur mátt lifa við, en líka um lífsviðhorf sem skín í gegn um allt viðmót, umhugsunar um þá velmegun sem við Íslendingar njótum og okkar lífsviðhorf í samanburði við Kúbverja. 
Gististaðirnir voru allir mjög góðir og mér finnst mjög gott fyrirkomulag að vera í nokkra daga á hverjum stað, allt utanumhald var til fyrirmyndar og ég held að þrátt fyrir nokkra óheppni einhverra ferðafélaganna (fótbrot) hafi allir notið ferðarinnar.

Edda og Magnus.JPG

Edda og Magnús

Októberferð 2022

Ferðin til Kúbu var frábær, þið eruð sérlega hjálpsamir (sem ég fékk svo sannarlega að upplifa) og góðir fararstjórar sem leysa úr öllum málum með bros á vor. Engin vandamál---bara lausnir. Gaman að gista á heimilum sem þið hafið sko valið af kostgæfni.Gestgjafarnir gestrisnir og gerðu allt sem þeir gátu til að gera ferð okkar eins ánægjlega og góða og hægt var.

Ragga og Saemi.jpeg

Ragga og Sæmundur

Októberferð 2022

Allt fyrirkomulag ferðarinnar var til fyrirmyndar. Ávalt jákvæni og hjálpsemi hjá fararstjórum. Fórum í ferðina til að upplyfa land og þjóð og stóðst ferðin þær væntingar. Einnig var frábært að sjá Niagara fossana og sá dagur mjög skemmtilegur.

Arnar, Aldís, Hannes, Hjördís, Magnús, Helga, Reynir Paska 2022jpg

Ferðahópnum HRAM

Páskaferð 2022

Umsögn frá ferðahópnum HRAM um ferð til Kúbu með Kubuferdir.is í apríl 2022Allir sjö félagar ferðahópsins eru sammála um að ferðin hafi verið ævintýri og skipulagið allt til mikillar fyrirmyndar. Val á gististöðum áhugavert og vel valið. Við kynntumst heimamönnum aðeins, fróðlegt að spjalla við fólkið og fá örlitla nasasjón af lífinu á Kúbu. Gestgjafar vildu allt fyrir okkur gera svo okkur liði vel. Gaman að gista á mismunandi stöðum og kynnast umhverfinu á hverjum stað. Hluti hópsins fór í morgungöngu, bæði í Havana og Casilda, ekki leiðinlegt! Vel skipulagðar skoðunarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar og áhugaverðir staðir og viðburðir. Leiðsögumenn allir mjög góðir. Eddi er ekki síst eftirminnilegur. Hann var fræðandi, hress og kátur – þótt stundum mætti greina trega – og sagði okkur æ ítarlegar frá eftir því sem leið á ferðina. Við sem fórum á tónleikasýninguna í Havana vorum mjög ánægð með upplifun þar og að hann skyldi bjóðast til að koma okkur þangað. Guðni og Carlos héldu afar vel utan um hópinn og voru alltaf til staðar, hjálpa til, bjóða fram aðstoð, alltaf með bros á vör og aldrei neitt mál! Guðni fararstjóri af lífi og sál og sinnti vel sinni hjörð; túlkaði á íslensku ef þörf krafði og bætti við frá eigin brjósti. Bakhjarlinn Carlos öllum hnútum kunnugur, lykilmaður á heimavelli. Nostrað við smáatriði og bestu lausna leitað til að gera upplifun okkar ferðafólksins sem ánægjulegasta. Það er þakkarvert og ekki endilega algengt í svona hópferðum. Ferðin til Niagarafossa var mjög ánægjuleg og fróðleg og í raun ótrúlegt hve hægt var að koma miklu að á þessum eina degi. En það er auðvitað góðu skipulagi að þakka.Flestum í hópnum fannst að við hefðum kannski getað notað meiri tíma til skoðunar á landi og þjóð og stytt dvölina i Varadero, en við skiljum að margir vilja njóta sjávar- og sólbaða og auðvitað var afslöppun að „gera ekki neitt“ svona í lokin. Mætti samt skoða það.Niðurstaða: Frábær ævintýraferð sem lifir lengi með okkur! Svo sannarlega hægt að mæla með ferðaskrifstofunni, skipuleggjendum og ferð með þeim til Kúbu.Takk fyrir okkur!

Arnar, Aldís, Hannes, Hjördís, Magnús, Helga, Reynir

Björg og Guðjón Paska 2022.jpg

Björg og Guðjón

Páskaferð 2022

Takk fyrir ógleymanlega ferð og frábæra fararstjórn. Er alveg viss um að við fengum að sjá fleiri hliðar Kúbu og fengum innsýn inn í líf og sögu Kúbverja vegna frábærra tenginga fararstjóranna og góðs skipulags. Guðni, Carlos og Eddie - kærar þakkir fyrir geggjaða ferð. Við mælum svo sannarlega með ykkur.

Sigridur og Stefan Paskaferd 2022.jpg

Sigga og Stebbi

Páskaferð 2022

Yndislega og lifandi Kúba, frábær fararstjórn, einstaklega skemmtileg, fróðleg og vel skipulögð ferð. Saga og menning, salsa, sól og tónlist. Við fengum svo sannarlega að upplifa hina einu og sönnu Kúbu með fjölbreyttri, skemmtilegri og lifandi dagskrá. Það var sannur heiður að fá að dvelja meðal heimamanna í B&B bæði í borg og sveit og fá að kynnast hlýleika og gestrisni þeirra. Þeir Guðni og Carlos voru frábærir í alla staði, skemmtilegir, fræðandi og gefandi og ekki síðri voru heimamennirnir, bílstjórinn og hann Eddi okkar sem gerði ferðina ógleymanlega. Frábær og samheldin hópur. Mælum með þessari ferð fyrir alla. Dejé mi corazón en Cuba.

Marteinn-Vigdis-Oliver Paskaferd 2022.jpg

Marteinn, Vigdis, Ólíver

Páskaferð 2022

Allt við ferðina til Kúbu var frábært. Ferðaskipulag var til fyrirmyndar og allar tímasetningar og formsatriði hnökralaus hjá Carlos. Leiðsögn um hina raunverulegu Kúbu var frábær og blönduðust þar saman leiðsögn Guðna og kúbverska leiðsögumannsins Eddie - sagan, mannlífið þá og nú, fólkið, menning og listir, stjórnmál og náttúra ... öllu voru gerð góð skil og aldrei komið að tómum kofunum hjá þeim félögum. Gististaðirnir í "casas" í Havana og Casilda voru frábærir og gestgjafar þar yndislegir og hugmyndin að gista á svona stöðum frekar en hótelum gerir ferðina svo miklu áhugaverðari og maður nær að kynnast aðstæðum og fólki mun betur en ella. Gisting á Varadero resortinu og í Kanada var líka til fyrirmyndar. Skoðunarferðir og viðburðir sem voru hluti af ferðinni voru mjög áhugaverðir og gáfu góða innsýn inn í lífið á Kúbu.Við mælum eindregið með þessarri ferð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast Kúbu eins og hún raunverulega er. Svo var hópurinn okkar náttúrulega alveg til fyrirmyndar skemmtilegur :-)

Arnar Kubuferdir 2022.jpg

Arnar og Aldís

Páskaferð 2022

Ferðin til Kúbu var í stuttu máli frábær í alla staði. Styrkleiki hennar var góð leiðsögn Guðna og Carlosar. Upp úr stóð þá mjög góð leiðsögn Kúverjans Eddi. Hann stóð sig mjög vel og var ósmeykur að segja frá raunverulegu ástandi á Kúbu. Ferðin var líka fjölbreytt vegna þess að dvalið var á þremur stöðum og farið í ferðir frá þeim. Svo bættust við Niagara fossarnir og fleira á bakaleiðinni. Niðurstaðan er að ferðin var bæði fróðleg og skemmtilega. Einnig var ferðahópurinn frábær. Kærar þakkir!

Kobbi og Vallý.JPG

Kobby og Vallý

Febrúarferð 2020

Algjört ævintýri frá upphafi til enda. Hver dagur öðrum skemmtilegri og lærdómsríkari. Fararstjórn algjörlega til fyrirmyndar, ekkert hik, öllum spurningum svarað, hlýlegt og gott viðmót og góð öryggistilfinning. Rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Þegar við pöntuðum þessa ferð hugsuðum við ekki úti að Vallý átti afmæli í ferðinni og við áttum líka Gullbrúðkaup þann dag 14 febrúar. Þannig að þetta var eiginlega brúðkaupsferð fyrir okkur. Hefðum við ekki getað fengið betra tækifæri til að halda uppáþessa stóru daga. Aðal veisla ferðarinnar var meira að egja einmitt þenna dag. Sem sagt fullomlega sátt og sæl og gefum við Kúbuferðum, Guðna og Carlosi eigendum og fararstjórum, rútubílstjóranum og Yustel sem voru glaðir, brosandi og hressir allan tímann, okkar allra bestu meðmæli. Bestu kveðjur. Jakob og Valgerður (Kobbi og Vallý)

Sigga.JPG

Sigga og Rúnnar

Febrúarferð 2020

Kúba nær manni alveg inn að beini og þessi ferð klárlega ein sú besta. Guðni og Carlos eru snillingar í að kynna sögu, menningu og mannlífið á einstakan hátt og svo er virkilega gaman að ferðast á milli héraða og upplifa ólíka staði og kynnast margbreytileikanum. Hef ekki haft gaman af skipulögðum ferðum hingað til en með Guðna og Carlos færi ég hvert sem er. Takk elsku bestu - Sigga og Rúnar

Sigurdur.jpeg

Sigurður og Sigriður

Febrúarferð 2020

Frábær ferð með frábæru skipulagi og utanumhaldi. Gaman að kynnast landi og þjóð. Hefði ekki viljað missa af þessari.

Við hjónin nutum hvers dags. Ævntýri allan tíminn, Havana, sveitin, Varadero . Fararstjórarnir 3 eru fráærir og við vorum sannarlega í góðum höndum. Takk fyrir okkur. Siggi og Sirrý

Arny.jpg

Ólafur og Arny

Febrúarferð 2020

Þetta var besta skipulagða ferð sem ég hef farið í. Allt stóðst hjá ykkur. Þið eru frábærir og yndislegir drengir sem gefa mikið af ykkur. Hjálpandi ôllum út í eitt og alltaf til staðar , þegar þarf. Vill bara segja til þin Guðni þú ert fæddur í þetta, og tæklar hlutina vel, kurteis, alltaf hlæjandi og glaður. Sem mer finnst yndislegt. Megi þetta fyrirtæki ykkar beggja blómstra. Drottinn blessi ykkur og varðveiti þess óska ég. Árny Heiðarsd.

Gunhildur.jpg

Gunnhildur og Sigurður

Febrúarferð 2020

Alveg hreint frábær ferð í alla staði! Einstaklega gott utanumhald og skipulag. Guðni og Carlos eru alveg yndislegir og gott og gaman að ferðast með þeim. Fengum flotta innsýn í líf fólks í landinu og mér finnst ég hafa kynnst Kúbu - ekki bara verið þar :) Gististaðir mjög góðir og mér finnst gott til þess að vita að ég hafi verið að styrkja heimafólk á ferð minni um þetta áhugaverða land. Mæli 100% með Kúbuferðum!

Hjordis og Broddi.jpg

Hjordís og Broddi

Febrúarferð 2020

Frábær ferð, kærar þakkir, mjög fjölbreytt dagskrá og gististaðir sem er mjög til fyrirmyndar. Mjög góð fararstjórn, létt og skemmtileg sem sameinaði hópinn og það myndaðist góður hópandi. En samt einnig fræðandi fararstjórn bæði um söguna og nútímann sem er mikilvægt og til eftirbreytni. Gott að hafa þrjá sem leiða hópinn. Lifandi músik og salsaþemað jók á skemmtunina. Manni finnst að maður hafi ekki aðeins séð staði heldur kynnst menningunni á Kúbu. Langar strax aftur til Kúbu. Síðasti dagurinn í Kanada nýttist ótrúlega vel með vel skipulagðri dagskrá.

Ari og Sigrun.jpg

Ari Páll og Sigrún

Febrúarferð 2020

Ari: Sérlega vel hugsað um alla, vel fyrir öllu séð, vel valdir áfangastaðir. Vönduð og skemmtileg fararstjórn. Í einu orði frábært.

 

Sigrún: Mjög góð ferð, vel skipulögð og fræðandi. Ágætur aðbúnaður, sérstakleg góður í Casilda. Góð og notaleg leiðsögn og aðstoð frá öllum fararstjórum. Mætti bæta við dögum í Varadero, afar gott að dvelja þar og mikil hvíld.

Untitled.jpg

Ástriður og Vigfús

Janúarferð 2020

Frábær ferð í alla staði. Greinilega afar vel undirbúin. Skemmtileg ævintýri á hverjum degi. Tekið vel á málum er ferðin heim frestaðist vegna veðurs hérna heima. 

IMG_0388.jpg

Jóna og Bjarni

Janúarferð 2020

Frábær ferð í alla staði sem var vel skipulögð og góðir gististaðir. Farið á skemmtilega og áhugaverða staði á Kúbu með frábærri fararstjórn og gestrisni heimamanna. Sáum alvöru Kúbu og mælum með sveitaferðinni.

Klara.jpg

Klara og Haraldur

Janúarferð 2020

Þið eru algjörlega til fyrirmyndar , hugsið vel um allan hópinn , við eum alveg al sæl með þessa ferð og okkur fannst við vera örugg í ykkar höndum

2.jpg

Margrét

Janúarferð 2020

Frábær ferð vel skipulögð og vel haldið utanum allt frábærir farastjórar og leiðsögumaður og ekki má gleyma bílstjóranum

guest from Kubuferdir.jpg

Ásdís og Yngvi

Nóvemberferð 2019

Frábært ævintýr frá upphafi til enda.Þið tveir Guðni og Carlos kunnið svo að vera með fólki og láta því líða vel.  Mér fanns mjög smart hjá ykkur þessu gjöf í byrjun ferðar.Guðni mjög ítarlegur, skýr og skemmtilegur.Carlos sá um að öll smáatriði væru í lagi.Rútan þægileg og frábært að hafa salerni. Mæli eindregið með ykkur og Kúbuferðum.Ógleymanleg ferð.

Baldur and Brynja.jpg

Baldur og Brynja

Nóvemberferð 2019

Stórkostleg ferð í alla staði. Heilmikil fræðsla og upplifun. Guðni og Carlos voru frábærir ásamt kúbanska leiðsögumanninum og bílstjóranum.

Untitled.jpg

Lilja og Pálmi

Nóvemberferð 2019

Frábær ferð í alla staði.Mjög vel undirbúin og fararstjórn hjá Guðna og Carlos til mikillar fyrirmyndar,bílstjóri og staðarleiðsögumaður frábærirmælum hiklaust með þessari ferð. Lilja og Pálmi

IMG_8581.jpg

Þóra og Jón

Nóvemberferð 2019

Frábær ferð í alla staði. Guðni og Carlos eru framúrskarandi fararstjórar, endalaust fróðir um Kúbu. Skemmtilegir og hjálplegir og njóta þess að kynna land og þjóð. Hlökkum til þess að ferðast með þeim í framtíðinni.

Svan.jpg

Svanhvít og Albert

Nóvemberferð 2019

Ferð þessi var í alla staði frábær. Farastjórarnir alveg til fyrirmyndar, skemmtilegir og lausnmiðaðir. Allt gekk vel og við vorum alveg rosalega ánægð. Gangi ykkur alveg rosalega vel og haldið áfram :-)

73446230_10215117294985984_3693085714603311104_n.jpg

​Ósk og Haraldur

Októberferð 2019

Það var nokkuð stórt stökk fyrir okkur að fara í þessa ferð þar sem við höfum ekki mikið ferðast erlendis og því síður á þessar slóðir en við létum slag standa og sjáum svo sannarlega ekki eftir því.Frábær ferð í alla staði, einstaklega góð fararstjórn, gott skipulag og utanumhald af öryggi alla leið og ekki má gleyma bílstjóranum sem klakklaust kom okkur á milli staða við misjafnar aðstæður.Sankölluð draumaferð fyrir fólk með áhuga á ljósmyndun, nægur tími til að skoða á eigin vegum.Okkar upplifun var góð blanda af fróðleik, innsýn í annan heim, borgarlífið, og landsbyggðin,fólkið og líf þess, saga Kúbu og svo auðvitað skemmtun og afslöppun í lokin.Það er eitt að telja sig vita við hvað aðstæður fólk býr og annað að sjá með eigin augum.Það var líka gaman að koma til Kanada, sjá fossana og fallegu haustlitina.Kærar þakkir til allra sem sáu um þessa ferð, góðir ferðafélagar, góðar minningar.Ósk og Haraldur

17098714_10211547592038908_3103093261869493224_n.jpg

Anna

Októberferð 2019

Frábær Kúbuferð með bestu fararstjórum sem við höfum kynnst og yndislegum ferðafélögum. Mikil upplifun um sögu og menningu Kúbu í Havana og Casilda sem aldrei gleymist. Mikil fátækt en ríkuleg gestrisni allstaðar þar sem við komum. Hópurinn var alveg frábær og svakalega skemmtilegur, og góð vinabönd mynduðust. Takk Guðni og Carlos fyrir frábæra ferð, góða fararstjórn og góða skipulagningu. Þið hélduð svo vel utan um hópinn. Þið eruð frábærir og kær kveðja til Yandri og Yosel. Anna og Stefan.

15590286_1672915549400875_8089866886911307756_n.jpg

Johann

Októberferð 2019

Ferðin var í alla staði frábær. Vel skipulögð og gaf ótrúlega góða mynd af Kúbu og fólkinu sem þar býr. Guðni, Carlos og Yousel voru algjörlega frábærir fararstjórar og ekki má gleyma rútubílstjóranum okkar sem þræddi þröngar götur eins og hann væri á smábíl. Svo var félagsskapurinn alveg frábær og þakka fyrir að hafa kynnst öllu þessu yndislega fólki, sem gerði ferðina ógleymalega.Takk fyrir, Guðni og Carlos

Untitled.jpg

Helgi Dagur

Októberferð 2019

Ferðin var frábær strákar mínir. Ef þú skiftir ferðinni niður og spyrð, "hvað mætti missa sig" og þá væri það Varadero, en samt stór hlutur til að slappa af og byggja upp ferðina þar sem þarna er "allt innifalið". Öll gisting frábær, Cashilda og Trinidad meiri-háttar og Varadero líka í lagi.

10615462_10204368241996457_7542801195948267954_n.jpg

Svava

Októberferð 2019

Elsku Guðni og Carlos. Að fara með ykkur er eitt það besta sem við Jóhann höfum gert. Ferðin var í alla staði frábær og munum við lifa á henni lengi. Hafiði svo mikið þakklæti fyrir. Þið eruð einstakir. Hópurinn allur var líka yndislegur. Svava og Johann

Guest from Kubuferdir.jpg

Unnur Birna

Marsferð 2019

Ferðin var ánægjuleg, fjölbreytt viðfangsefni og skemmtileg blanda af menningu, mat og náttúruskoðun. Eina sem var manni kannski erfiðast var hiti en það er ekki hægt að tjónka við það á suðrænum slóðum. Kostur var að líða ætíð eins og maður væri ekki óvelkominn í landinu og hafa tiltölulega góða öryggistilfinningu, og að skipulag og upplýsingar Kúbuferða og mínar væntingar í ljósi þeirra héldust allvel hönd í hönd. Og nógu margt til að koma á óvart og vera öðruvísi og óvænt til að eftirvænting hélst ferðina á enda. Og dekrið á síðasta staðnum toppaði svo með tækifæri til að sinna félagslífi með ferðafélögum og að hvílast í restina eftir ferð um landið.

IMG_4405.jpg

Aðalheiður

Marsferð 2019

Ótrúlega skemmtileg ferð og mikil upplifun. Skemmtilegur og góður hópur, það hafði sitt að segja. Farastjórarnir Guðni og Carlos ásamt sínu teymi með allt á hreinu og svo endalaust þolinmóðir að svara öllum spurningum af svo mikilli þekkingu að maður getur ekki annað en dáðst af. Alltaf til staðar og maður var endalaust að njóta án þess að hafa áhyggjur af nokkru. Mæli svo hiklaust með ferð með þeim ! Hugsaði alltaf að Kúbuferð væri bara einu sinni en núna er hugsunin “ næst þegar ég fer”. Draumar eru góðir en minningar enn betri. Takk fyrir mig, frábær ferð !

Kristin og sig.jpg

Kristín og Sigmundur

Marsferð 2019

Þetta var stórkostleg upplifun góðir fararstjórar, bílstjórinn góður aðstoðarmaður góður.heimagisting í Casilda yndisleg og viðmótið gott gef þeim topp 10. gönguferðin að vatninu í topp 10 listann ,,synda í hellin með leðurblökum og dropasteinum. Havana ótrúleg stéttaskipting sláandi,en gott viðmót hjá flestum heimamönnum.Að koma í ríki sem Stóri ræður öllu er svo óskiljanlegt, eyðing og sundrung Gott að fá að upplifa þetta, þetta er að breytast og gerist hratt ef Kina liðið fer af stað.

Ragn.jpg

Ragnheidur Jónasdóttir

Marsferð 2019

Í alla staði frábær ferð og fararstjórar einstaklega sjarmerandi og vökulir yfir velferð okkar. Ég kysi sjálf að vera meir úti á landsbyggðinni, hvílík fegurð og hvílíkt fólk og gistiaðstaðan yndisleg. Gaman að koma til Havana og gista á þessum góða stað en ef ég á að vera hreinskilin (sem er bæði kostur minn og galli :) ) þá var ég draslið, skíturinn og lyktin á götunum aðeins farin að fara fyrir brjóstið á mér á þriðja degi. Annars naut ég þessa alls og hefði ekki viljað missa af neinu. Það er aldrei hægt að gera öllum 100 % til hæfis . Áfram strákar, þið fáið 9,5-10 í einkunn fyrir alla þætti og fólkið í ferðinni einstaklega vandræðalaust og skemmtilegt. Kær kveðja, Ranka.

Gunnar.jpg

Ragnheidur og Gunnar

Marsferð 2019

Framúrskarandi vel uppbyggð og vel skipulögð ferð. Mátulega löng, margt að sjá. Fróðir og öruggir leiðsögumenn sem gáfu rými en voru þó til staðar, lásu hópinn vel og lögðu sig fram um að þóknast öllum. Aðbúnaður til fyrirmyndar. Án efa vekur það öryggi og góða tilfinningu fyrir landinu að hafa heimamann (CArlos) með sem getur greitt úr komi eitthvað uppá.Mun mæla og hef mælt sérstaklega með ykkur. Takk fyrir eftirminnilega ferð

Pall.jpg

Páll M. Skúlason

Marsferð 2019

Þetta var engu líkt, nema síðustu dagarnir í Varadero. Það var stöðugt eitthvað nýtt í gangi og yfirleitt eitthvað sem sem kallaði fram spurningar um á hvaða leið Kúbverjar eru og á hvaða leið við erum. Oft tókust á tvö sjónarmið í huganum.  Einstaklega vel til fundið að bjóða ferð sem kemst nær kjarnanum í lifi fólks á Kúbu en flestar aðrar, að ég hygg.  Ég reikna með að þurfa að melta þetta allt saman lengi í viðbót. Örugg fararstjórn og umsýsla einkenndi þetta allt saman.

Herdis.jpg

Herdís Birna

Febrúarferð 2019

Frábær ferð , vel skipulögð og skemmtilegir ferðafélagar, stóðu Guðni og Carlos sig virkilega vel frá upphafi til enda, þeir bestu sem við höfum ferðast með. 👍🏻

Sigurber.jpg

Sigurbergur og Hafrún

Febrúarferð 2019

Stórskemmtileg ferð og vel skipulögð. Gaman að sjá nýja hlið á heiminum, kynnast Kúbu, menningu, tónlist og ekki síst fólkinu sjálfu. Fararstjórn til fyrirmyndar og þeir Guðni og Carlos góðir félagar okkar ferðalanganna.

sylvia.jpg

Sylvía og Hördur

Febrúarferð 2019

Ég á varla orð til að lýsa ánægju minni með þessa ferð. Allt saman svo vel skipulagt og frábært að sjá Kúbu í þessu ljósi. Guðni og Carlos eru með betri fararstjórum sem ég hef nokkurn tímann ferðast með, þeir fræða mann mjög mikið og halda virkilega vel utan um allt saman, og hef ég ferðast töluvert :) Yndislegt að gista í heimahúsum og upplifa hvernig fólk býr og lifir.Ég mæli sko sannarlega með þessari ferð.

Hugrun.jpg

Hugrún og Stefán

Febrúarferð 2019

Við Stefán erum mjög ánægð með ferðina Guðni og Carlos þeir bestu fararstjórar sem við höfum farið með þeir voru alltaf til staðar og vildu allt fyrir okkur gera og hópurinn frábær.

Sjofn.jpg

Herborg og Gísli

Febrúarferð 2019

Nýafstaðin ferð til Kúbu var frábær i alla staði. Guðni og Carlos bestu fararstjótar sem við höfum ferðast með. Héldu einstaklega vel utan um hópinn og gerðu ferðina eins frábæra og hún var. Gæti alveg hugsað mér að fara með þeim aftur eitthvert á spennandi slóðir.. Takk Guðni og Carlos fyrir þessar tvær vikur.

IMG_0831_edited.jpg

Margrét og Steinar

Nóvemberferð 2018

Alveg frábær ferð í alla staði, fór langt fram úr væntingum. Mjög vel undirbúið og skipulagt hjá Guðna og Carlosi. Þeir eru svo þægilegir og skemmtilegir og voru meira eins og vinir okkar. Mikil upplifun og fróðleikur sem við lifum á lengi. Varadero var frábær staður og gott að eyða síðustu dögunum þar í að slappa af og njóta sólarinnar, en mikið missir fólk af Kúbu sem er bara þar. Að gista í heimagistingu og ferðast um eyjuna með fararstjórum sem eru frá Kúbu og hafa búið þar er mikil upplifun. Við ákváðum svo að eyða nokkrum dögum í Toronto í lokin og skipulögðu þeir fyrir okkur frábæran dag þar sem farið var m.a. að Niagara fossunum. Ferð sem fær fullt hús stiga frá okkur. Kærar þakkir fyrir okkur ❤️🇨🇺

IMG_1038_edited.jpg

Hulda

Nóvemberferð 2018

Hreint út sagt frábær ferð í alla staði. Vel skipulögð, mjög áhugaverðir staðir sem við skoðuðum og alltaf nóg um að vera. Passlegur millivegur á milli skoðunaferða og frjáls tíma. Kúba er mjög fallegt og áhugavert land og Guðni og Carlos gera landið og ferðina enn skemmtilegri með mikið af upplýsingum, skemmtilegum sögum og haug af hressleika. Mæli klárlega með !

IMG_1006_edited.jpg

Valgerður

Nóvemberferð 2018

Alveg frábær ferð í alla staði, fór langt fram úr væntingum. Mjög vel undirbúið og skipulagt hjá Guðna og Carlosi. Þeir eru svo þægilegir og skemmtilegir og voru meira eins og vinir okkar. Mikil upplifun og fróðleikur sem við lifum á lengi. Varadero var frábær staður og gott að eyða síðustu dögunum þar í að slappa af og njóta sólarinnar, en mikið missir fólk af Kúbu sem er bara þar. Að gista í heimagistingu og ferðast um eyjuna með fararstjórum sem eru frá Kúbu og hafa búið þar er mikil upplifun. Við ákváðum svo að eyða nokkrum dögum í Toronto í lokin og skipulögðu þeir fyrir okkur frábæran dag þar sem farið var m.a. að Niagara fossunum. Ferð sem fær fullt hús stiga frá okkur. Kærar þakkir fyrir okkur ❤️🇨🇺

IMG_3245.png

Guðmundur og Elín

Páskaferð 2018

Nú síðasliðin ár höfum við hjónin ferðast allnokkuð og áfangastaðirnir verið nokkuð margir og í hinum ýmsu löndum, þegar kom að því að ákveða hvert ætti að fara í hina árlegu páskaferð þetta árið þ.e. 2018 þá fékk ég upplýsingar frá samstarfsfélaga að til væri ferðaskrifstofa sem sérhæfði sig í ferðum til Kúbu. Ég skoðaði síðuna hjá þeim og ákvörðun var tekin um að Kúba yrði næsti viðkomustaður okkar og trúið mér að af öllum þeim stöðum sem við höfum komið til ( so far ) þá er þessi staður hvað eftirminnilegastur og það er ekki síst þeim félögum Guðna og Carlos að þakka, allt skipulag ferðarinnar var frábært og þeir alltaf til reiðu ef á þurfti að halda. Ekki má heldur gleyma góðum ferðafélögum þeir eru einnig til bóta, kær kveðja til ykkar allra.

IMG_3289_edited.jpg

Anna Magnea

Páskaferð 2018

Ég fór í fyrstu hópferð Guðna og Carlosar til Kúbu vorið 2018. Mig hafði lengi langað til Kúbu og vildi drífa mig áður en hún yrði of vestræn. Mig langaði til þess að upplifa "alvöru" Kúbu en ekki túristaútgáfu. Ferðin uppfyllti sannarlega þær væntingar. Ferðin var mjög fjölbreytt og sýndi margar hliðar Kúbu. Við dvöldum m.a. í fátækum svæðum í miðborg Havana, skoðuðum yndislegar náttúruperlur en eyddum jafnframt nokkrum dögum í 5 stjörnu tilbúnum túristaheimi með sól og sælu. Allt var vel skipulagt og skemmtilegt. Guðni og Carlos voru frábærir stjórnendur og ferðafélagar og vildu allt fyrir okkur gera. Ég mæli eindregið með þessari ferð fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað annað en að vera með sömu Íslendingunum á sama barnum á Kanarí.

IMG_1398.jpg

Sigríður O.

Páskaferð 2018

Frábær ferð sem hægt er að mæla með!Farið var víða og margt merkilegt skoðað á þessari sérstöku eyju.Fararstjórarnir fagmenn fram í fingurgóma. Viva Cuba, Carlos og Guðni!

IMG_3192_edited.jpg

Ingólfur og Sigurborg

Páskaferð 2018

Við hjónin fórum til Kúbu um páska 2018 með Kúbuferðum.Það er skemmst frá að segja að ferðin var í alla staði eins og best verður á kosið.Fararstjórn þeirra Guðna og Carlosar prýðileg, vel haldið utan um hópinn og allar áætlanir og þess háttar stóðst fullkomlega.Farið nokkuð víða og þannig skipulagt að allgóð innsýn fékkst í aðstæður og lifnaðarhætti innfæddra .Gist á "heimilum" og var það til mikillar ánægju.Ekki spillti Salsa-kennslan.Við þökkum þeim félögum svo og ferðafélögunum fyrir frábæra og ógleymanlega ferð.

IMG_3309_edited.jpg

Guðný

Páskaferð 2018

Mig hafði alltaf dreymt um að fara einu sinni til Kúbu. Ég var búin að vera brot úr degi í Havana þegar ég vissi að ég þyrfti að koma aftur. Byggingar nýlendutímans í bland við minjar frá ameríska tímabilinu og kommúnismanum; mannlífið, menningin og mússíkin snertu í mér strengi sem ég vissi ekki að væru til. Ferðin um eyjuna með göngum í náttúrunni, heimsóknum á plantekrur, hvítar strendur Karíbahafsins og síðast en ekki síst allir litlu földu staðirnir sem Carlos og Guðni krydduðu fullkomlega skipulagða ferð með gerði fyrstu, en ekki síðustu, Kúbuferðina mína ógleymanlega.

IMG_3477_edited.jpg

Ragna og Olgeir

Páskaferð 2018

Ferðin stóð svo sannarlega væntingar, fjölbreytt, skemmtileg og mikið ferðast um Kúbu og margt að sjá, ekki of langir dagar. Oftast frí tími seinni parts dags. Farastjóra stundvísir og fóru alltaf yfir plön næsta dags. Langur dagur síðasti dagurinn en má auðveldlega stytta hann með að gista auka nætur í Toronto og fengum við alla aðstoð frá þeim með að breyta flugi okkur að kostnaðarlausu. Þeir lögðu sig fram við að hópurinn kynntist sem gerir allar hópferðir ánægjulegri. Niðurst. frábær ferð og Kúba er svo sannarlega þess virði að heimsækja og opna augu okkar fyrir því að lífsgæðum í heimi er misskipt. Takk enn og aftur fyrir yndislega ferð Guðni og Carlos

IMG_3200_edited.jpg

Guðný og Hjalmar

Páskaferð 2018

Við Hjálmar fórum til Kúbu um páskana 2018 , frábær ferð, frábærir ferðafélagar og yndislegir fararstjórar. Mæli með því að skella sér til Kúbu.

Sigrun

Sigrún Kristjánsdóttir

Páskaferð 2018

Frábær ferð í alla staði, mig langar svooo aftur þegar ég hugsa til síðustu páska 

:-) fararstjórarnir Carlos og Guðni  eru umhyggjusamir, fróðir, skemmtilegir og góðir sem veittu okkur innsýn í alvöru Kúbu. Kúba er engu öðru lík!

Kristin.png

Kristín Jóhannsdóttir

Páskaferð 2018

Ég fór af stað með því hugarfari að gaman væri að koma einu sinni á ævinni til Kúbu. Eftir ferðin er ég algjörlega heilluð af Kúbu og á örugglega eftir að fara þangað aftur og aftur. Guðni og Carlos eru framúrskarandi fararstjórar, sem gjör þekkja land og þjóð. Í för með þeim fengum við afburðar fræðslu og innsæi í það sem þessi fallega og margbrotna eyja hefur að geyma.

bottom of page