top of page

 ☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️ 

Farmers picking coffee seeds on the farmland..jpg

Ferð til Kosta Ríka 

​í janúar 2025

 

Ekkert staðfestingargjald. 

Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.

Cal icon.png

24. janúar - 5. febrúar 2025

TVÆR VIKUR

Cc icon.png

VERР679.900 KR. á mann

*189.900 KR. aukalega fyrir einbýli.

Sveigjanlegar greiðslur. Sjá nánar

Bóka icon.png

Ferð à framandi slóðir

Kosta Ríka: "Pura Vida" er slagorð landsins sem hægt er að þýða á svo marga vegu. Það lýsir landinu svo vel, þetta fallega, hreina og óspillta land með sína ólýsanlegu náttúrufegurð.   Fyrir utan alla náttúrufegurðina og dýralífið þá er mannlífið einnig stórkostlegt.

 

Kosta Rika er eitt af fáum ríkjum heims sem  eins og Ísland er ekki með her og þú finnur fyrir öryggi í landinu. Regnskógar, eldfjöll, dýralíf, mannlíf og Kyrrahafið í þessari einstöku ferð til Kosta Ríka með Kúbuferðum-2Go Iceland þar sem nærð að kynnast landinu og fólkinu á sama tíma þú nærð að slappa af.  

Ferðin er skipulögð þannig að hún hentar öllum. Ef þig langar að taka því rólega og fara í styttri göngur þá er þetta frábær ferð því þú færð að upplifa margt án þess að þurfa að fara í langar gönguferðir. Ef þig hinsvegar langar að leggja meira á þig þá er hægt að bæta við gönguferðum og afþreyingu á öllum stöðum sem við gistum á. Einnig gistum við í tvær til þrjár nætur á öllum stoppum í Kosta Ríka nema fyrstu nóttina sem þýðir að við þurfum ekki að pakka á hverju kvöldi. Við viljum frekar kynnast nokkrum héruðum vel frekar en að reyna að sjá allt. 

Komdu með til Kosta Ríka, litla landsins með stóra hjartað.

Fararstjóri
Guðni Kristinsson

Gudni KR.jpg

Hópstjóri
Juan Carlos Suarez Leyva

Carlos KR.jpg

FERÐALÝSING

Ferðatímabil: janúar 2025

Hópstærð: hámark 20 farþegar.

Innifalið í verði:

  • Flug frá Íslandi til Toronto og til baka með Icelandair. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

  • Flug frá Kanada til Kosta Ríka og til baka með Westjet. Innrituð taska 23 kg og ein handfarangurstaska.

 

Í Kanada: 

  • Gisting í eins eða tveggja manna herbergjum án morgunverðar á Alt Hotel Toronto í tvær nætur. 

Í Kosta Ríka: 

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Ferðmannaskattur 

  • Allar ferðir og skemmtanir/afþreying sem eru í ferðalýsingu 

  • Gisting í 9 nætur á frábærum hótelum  

  • Morgunmatur alla daga

  • Upphafs-og lokakvöldverður

  • Þrír hádegisverðir

  • Íslensk fararstjórn

  • Innlend staðarleiðsögn

Ekki innifalið:

  • eTA umsókn til Kanda (kostar $7 CAD). Við sendum allar upplýsingar, ekki sækja um sjálf. 

  • Þær máltíðir sem ekki eru taldar upp í innifalið, drykkjarföng og persónuleg útgjöld.

  • Afþreying og skemmtanir á eigin vegum

  • Sérferð til Niagarafossa (viðbót)

  • Þjórfé í Kosta Ríka 

  • Forfalla- og ferðatryggingar (kreditkorta-og heimilstryggingar eru yfirleitt nóg)

Gistingar í Kosta Ríka

Thermal Resort 1
Thermal Resort 3
Thermal Resort 4
Arenal Suites & Spas 1
Arenal Suites & Spas 2
Arenal Suites & Spas 3
Kosta Ríka Hótel 13.jpg
Kosta Ríka Hótel 11.jpg
Kosta Ríka Hótel 12.jpg

ATH: Öll herbergin hafa loftkælingu, þægileg rúm og eru þrifin á hverjum degi. Öll hafa sundlaugar/heita potta og mörg hver aðra líkamsræktaraðstöðu. Góðir veitingastaðir á öllum hótelum. Morgunmatur er innifalinn alla daga. 

DAGSKRÁ FERÐAR

GISTISTAÐIR

  • 2 nætur í Toronto, Kanada

  • 3 nætur í Ricón de la Vieja

  • 3 nætur í La Fortuna

  • 3 nætur við Tamarindo strönd

Vinsamlega athugið: Smá breytingar geta orðið á ferðinni.

Kosta Ríka 34.jpg

Dagur 1 | 24.janúar

Flug frá Íslandi til Kanada með Icelandair

17:00 Reykjavík (KEF)

19:10 Toronto (YYZ)

Flugtími 5 klst., 55 mín, beint flug

 

Síðdegisflug til Toronto með Icelandair frá Keflavík. Lendum í borginni um kl 19:00 og eftir landamæraeftirlit förum við saman í loftlest á Alt Hótel sem er nálægt flugvellinum. Frjálst kvöld í Toronto þar sem þið getið slappað af eða farið niður í bæ og  upplifað þessa frábæru stórborg. Góður ítalskur veitingastaður er á hótelinu. 

Kosta Ríka Alt Hotel Toronto 17.jpg

Dagur 2 | 25.janúar

Förum snemma saman út á flugvöll. Hægt er að kaupa léttan morgunverð á hótelinu en eftir innritun eru margir veitingastaðir sem bjóða uppá mat. Fljúgum með WestJet til Liberia borgar í norðvestur Kosta Ríka. Flugið er um 5 klst og lendum um kl 13:00.

 

Hittum leiðsögumanninn okkar á vellinum og keyrum þaðan á Boriquen Thermal Resort hótelið. Kynning á ferðinni þegar við komum á hótelið og sameiginlegur hópkvöldverður.

Kosta Ríka Ferðir dagur 1

Dagur 3 | 26.janúar

Njótum morgunins á hótelinu okkur í fallegu umhverfi með mörgum laugum og pottum. Um hádegi förum við í stutta rútuferð að náttúruvendasvæði þar sem við förum í gönguferð með áherslu á fugla-og dýraskoðun. Í skóginum eru um 300 mismunadi fuglategundir og vonandi sjáum við margar þeirra. Einnig mikið annað dýra-og plöntulíf. Létt og þægileg ganga en fyrir þau sem vilja þá lengjum við gönguna. Keyrum síðan aftur að hótelinu og borðum kvöldmat þar.  

Kosta Ríka Ferðir dagur 2.jpg

Dagur 4 | 27.janúar

Gönguferð dagsins er að Las Choreras fossum sem eru nálægt hótelinu okkar. Einstök náttúrufegurð á leiðinni með fjölbreyttu dýra-og plöntulífi. Höfum góðan tíma til að slaka á við fossinn áður en haldið er aftur að hótelinu.

Kosta Ríka Ferðir dagur 3.heic

Dagur 5 | 28.janúar

Þennan dag erum við að færa okkur á milli svæða þannig þetta er lengsti keyrsludagurinn en við ætlum líka að upplifa margt á leiðinni. 

Á leiðinni stoppum við á svæði sem er þekkt fyrir að vera með mikið að letidýrum og förum í göngutúr að finna þau. Ótrúleg upplifun að sjá þessi einstöku dýr í sínu náttúrlega umhverfi. 

Förum í hádegismat á litlum sveitabæ þar sem við hægt er að smakka hefðbundin mat frá svæðinu og auðvita að drekka gott kaffi á eftir. 

 

Eftir það keyrum við átt að Arenalsvæðinu og bænum La Fortuna þar sem við gistum í þrjár nætur á frábæru Suites & Spa hóteli. Algjör paradís með útsýni að eldjallinu og með frábærar sundlaugar og spa. Kvöldið tekið á hótelinu eftir langan dag.

Kosta Ríka ferðir dagur 4.jpeg

Dagur 6 | 29.janúar

Það er mögnuð upplifun að ganga yfir regnskóg en í dag förum við þar sem er búið að búa til brýr og göngustíga fyrir ofan regnskóginn. Einstök lífsreynsla sem mun aldrei gleymast. Þetta er ekki erfið ganga og mikilvægt er að vera með sjónauka til að sjá allt dýralífið sem verður  fyrir neðan okkur.

 

Frjáls eftirmiðdagur annað hvort á hótelinu eða inní La Fortunabæ þar sem er að finna marga bari og skemmtilegar búðir sem hægt er að versla. 

Kosta Ríka ferðir dagur 5.HEIC

Dagur 7 | 30.janúar

Heimsækjum sjálfbæran sveitabæ þar sem þau rækta þjóðardrykk Kosta Ríka: kaffi. Landið er þekkt fyrir að rækta bestu kaffibaunir í heiminum. Við fáum að smakka mismunandi kaffi en fyrir þau sem drekka ekki kaffi þá eru ræktaðar kakóbaunir á bænum líka. Þannig við náum að blanda saman kaffi og súkkulaði. Við förum líka í sérstaka súkkulaðikynningu og smökkum mismunadi gerðir. 

Frjáls eftirmiðdagur í Arenalsvæðinu.

Kosta Ríka ferðir dagur 6.HEIC

Dagur 8 | 31.janúar

Höldum vestur á bóginn og keyrum í átt að Kyrrahafinu þar sem við gistum síðustu þrjár næturnar í Kosta Ríka. Á leiðinni stoppum við í Centro de Rescate Las Pumas, en það er dýraathvarf.

 

Þýsk hjón hófu að bjarga dýrum á þessu svæði um 1960 og síðan hefur það undið uppá sig. Hjónin eru bæði fallin frá en stofnunin heldur áfram. Heillandi staður sem manni líður betur eftir að hafa heimsótt.

 

Keyrum síðan áfram í átt að hótelinu okkar, Tamarindo Diria Beach Resort sem er í bæ við ströndina. Tamarindobær er þekktur fyrir líflegt mannlíf, góða veitingastaði og skemmtilega bari. Kvöldið notum við til að slappa af eða fara út á lífið.

Kosta Ríka ferðir dagur 8.heic

Dagur 9 | 1.febrúar

Afslappandi dagur á ströndinni eða við sundlaugarbakkann á hótelinu. Það er einnig möguleiki að fara í köfun eða eitthvað sem ykkur langar til. 

Kosta Ríka ferðir dagur 9.heic

Dagur 10 | 2.febrúar

Sigling á Kyrrahafinu í snekkju með ferðafélögum þínum. Förum að morgni á snekkju í stuttri fjarðlægð frá hótelinu. Borðum hádegisverð á bátnum og auðvitað verður barinn opinn.

 

Hægt að stinga sér til sunds og snorkla í kristaltæru Kyrrahafinu. Um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður þar sem við erum því miður að kveðja þetta einstaka land.

Kosta Ríka ferðir dagur 10.heic

Dagur 11 | 3.febrúar

Hægt að njóta morgunsólarinnar og fara í sjóinn því flugið er ekki fyrr en eftir hádegi. Tekur um klukkustund að keyra á flugvöllinn þar sem við fljúgum með WestJet til Toronto. Flugið tekur um fimm tíma.

 

Lendum að kvöldi í Toronto og förum á Alt hótelið til að gista í eina nótt.

Kosta Ríka Toronto Airport 16.jpg

Dagur 12 | 4.febrúar

Dagsferð að Nigarafossum fyrir þá sem velja það. Frábær ferð þar sem við borðum hádegisverð í um 150 metra hæð yfir fossunum. Siglum að fossunum, smökkum hlynsíróp og förum í kynningu á ísvíni.

 

Frjáls tími í litlum bæ sem heitir Niagara on The Lake. Fyrir þau sem vilja versla þá er möguleiki að koma með og fara í outlet verslunarmiðstöð og eyða deginum þar. Fljúgum heim um kvöldið með Icelandair

Niagara Falls Aerial View, Canadian Falls, Canada.jpg

Dagur 13 | 5.febrúar

Lendum snemma að morgni í Keflavík eftir frábæra ferð til Kosta Ríka. 

Toronto airport.jpg
bottom of page