facebook-domain-verification=agdmn9ugchzawurhmmrp64pvih40j8
 
KUB04.jpg

Ferðir
til
Kúbu

Innlent | mbl | 16.7.2021 | 23:29 | Uppfært 17.7.2021 11:53

Nú sé fólkið komið með nóg

Juan Carlos Suarez Leyva ásamt kúbverskri vinkonu sinni..jpg

Juan Car­los Suarez Ley­va seg­ist hafa verið svarti sauður­inn í sam­fé­lagi bylt­ing­arsinna, Kúbverj­ar séu marg­ir með tvö­falt siðferði en nú sé þeim ofboðið.

 

Hon­um þykir sárt að geta ekki tekið þátt í mót­mæl­un­um á Kúbu með vin­um sín­um en tel­ur að með því að halda áfram með ferðalög sín til Kúbu fyr­ir Íslend­inga, geti hann haldið áfram að hjálpa fólki.

Juan bjó á Kúbu þar til hann varð 26 ára gam­all. Hann flutti til Íslands árið 2009 og hef­ur, ásamt Guðna Krist­ins­syni, rekið ferðaskrif­stofu sem sér­hæf­ir sig í ferðum til Kúbu.

Juan fer með í all­ar ferðirn­ar og eru þær með öðru sniði en hefðbundn­ar Kúbu­ferðir þar sem hann reyn­ir að sniðganga ríkið og sýna ís­lensk­um ferðalöng­um hina einu sönnu Kúbu.

Juan seg­ist fyrst hafa séð Kúbu al­menni­lega eft­ir að hann flutti þaðan.

 

Þá hafði hann getað komið aft­ur sem ferðamaður, leigt bíl sem hann hafði ekki haft efni á sem Kúbverji, og keyrt um landið.

 

Gista og borða heima hjá Kúbverj­um

Vana­lega er flogið frá Kan­ada og svo tek­ur á móti hópn­um bíl­stjór­inn Yandri sem Juan þekk­ir. Juan vill sniðganga ríkið eins mikið og hægt er en „ríkið er allsstaðar.“ Þess vegna gist­ir hann með hóp­ana sína á gist­ing­um sem Kúbverj­ar reka inn á heim­il­um sín­um.

 

Einnig borðar hann aðeins á veit­inga­stöðum sem eru heima hjá Kúbverj­um. Allt er borgað í reiðufé til þess að pen­ing­ur­inn kom­ist ör­ugg­lega til fólks­ins. „Þannig hjálp­um við fólk­inu,“ seg­ir Juan.

Eft­ir tíu daga dvöl hjá Kúbverj­um í fá­tæk­um hverf­um enda ferðalög­in á þriggja daga dvöl á rík­is­reknu hót­eli. Juan seg­ist gera þetta til þess að sýna Íslend­ing­um hvernig Kúba fyrr ferðamenn er á skjön við Kúbu sem Kúbverj­ar þekkja. „Ríkið bygg­ir glæsi­leg hót­el meðan göt­urn­ar eru ónýt­ar, vatn skil­ar sér ekki inn á heim­il­in og raf­magnið er stop­ult,“ seg­ir Juan.

Í ferðum sín­um fer Juan aðeins með hóp­ana á veit­ingastaði heima hjá Kúbverj­um.jpg

Byggði hús fyr­ir pen­inga frá ís­lensk­um ferðamönn­um

Kúba er með tvo gjald­miðla, einn fyr­ir ferðamenn, annað fyr­ir heima­menn og svo einnig svart­an markað til hliðar við hag­kerf­in tvö. Hag­kerfi Kúbu bygg­ir að mestu leyti á ferðamönn­um og því hef­ur Covid leikið Kúbverja grátt þar sem landa­mæri hafa verið lokuð.

 

Ferð sem Juan og Guðni höfðu skipu­lagt fyr­ir Nóv­em­ber á þessu ári mun til að mynda falla niður af þeim sök­um.

Í ljósi ástands­ins sem rík­ir í Kúbu vegna mót­mæl­anna sem hafa staðið yfir síðustu daga gegn rík­is­stjórn­inni seg­ist Juan bú­inn að vera á báðum átt­um með hvert fram­hald ferðanna verði.

„Fyrstu viðbrögð mín voru að hætta ferðunum því ég vil ekki styðja ríkið með nein­um hætti. Svo hugsaði ég það lengra. Við erum að hjálpa fólk­inu meira en við hjálp­um rík­inu. Bíl­stjór­inn okk­ar er til að mynda bú­inn að ná að byggja hús fyr­ir fjöl­skyldu sína bara vegna pen­ing­anna sem hann fær frá ís­lensk­um ferðamönn­um.“

Juan mun þó ekki skipu­leggja ferð fyrr en hann er viss um að hægt sé að tryggja ör­yggi ferðamann­anna. Hann kemst ekki til Kúbu núna en vildi óska að hann væri þar og á göt­un­um að mót­mæla með fólk­inu sínu.

Svarti sauður­inn í sam­fé­lagi bylt­ing­arsinna

„Ég er fyrst og fremst Kúbverji. Ég flutti frá Kúbu því ég á mér drauma og það er ekki pláss fyr­ir drauma í komm­ún­ísku þjóðfé­lagi,“ seg­ir Juan. „Fidel Castro drap drauma Kúbverja með því að láta þá bara hugsa um mat. Fólk get­ur ekki hugsað um póli­tík þegar það er alltaf svangt.“

Hann ólst upp við aðgengi að banda­rísku sjón­varpi því hann bjó við strönd­ina sem barn og faðir hans var van­ur að beina loft­net­inu í átt að höfn Banda­ríkj­anna. Hann seg­ist alla tíð hafa verið upp­reisn­ar­segg­ur, svarti sauður­inn í sam­fé­lagi bylt­ing­arsinna.

Juan seg­ir frá því að í skóla eigi börn­in að koma fram fyr­ir kenn­ar­ann og segja „Ég vil vera eins og Che Gu­evara,“ einn af hers­höfðingj­um Fidel Castro sem leiddi komm­ún­ísku bylt­ing­una á Kúbu. Þegar Juan neitaði að gang­ast við þessu var haft sam­band við for­eldra hans. „Auðvitað vildi ég ekki vera eins og maður sem myrti fjölda fólks og beitti of­beldi, ég vildi bara vera ég sjálf­ur.“

„Kenn­ar­arn­ir nauðguðu stelp­um að staðaldri“

Juan bend­ir á að þótt Kúba sé eyja í miðju haf­inu með góð fiski­mið, sér­stak­lega hum­ar, þá megi Kúbverj­ar ekki borða fisk. „Við meg­um ekki veiða, ekki einu sinni nokkra metra út frá strönd­un­um. Höfn­un­um er stjórnað af rík­inu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ef maður er staðinn að því að veiða hum­ar verði hann send­ur í fang­elsi. „Fólkið sem hef­ur svo leyfi til að veiða verður að af­henda rík­inu fisk­inn.“

Í Kúbu hvíl­ir her­skylda á öll­um drengj­um eft­ir 16 ára ald­ur og Juan sinnti henni eins og aðrir. „Ef þú ferð ekki í her­inn má drepa þig fyr­ir að vera svik­ari.“

Juan seg­ir frá því að á Kúbu hafi lengi verið skól­ar sem börn á aldr­in­um 12 – 16 ára voru send í, 25 daga í senn. Fyr­ir há­degi var bók­leg­ur lær­dóm­ur og eft­ir há­degi var lík­am­leg vinna.

 

„Kenn­ar­arn­ir þarna voru að nauðga stelp­un­um að staðaldri og ekk­ert að fela það, ég kom mér heim með því að segj­as

Skóli á Kúbu.jpg

Nú sé fólkið komið með nóg

Juan seg­ir að Kúbverj­ar séu með tvö­falt siðferði, til að kom­ast af. Á göt­un­um seg­ist þeir vera bylt­ing­arsinn­ar en innst inni hati þeir stjórn­völd í land­inu. „Sum­ir finna sig til­neydda til að játa ást sína gagn­vart ein­hverj­um túrista bara til þess að kom­ast af landi brott og öðlast betra líf.“

Nú sé fólkið komið með nóg. Juan tel­ur stærstu mis­tök rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa verið að gera netteng­ingu aðgengi­lega al­menn­ingi, þó það hafi verið háð tak­mörk­un­um.

„Það eru mót­mæli um allt land. Eng­inn veit hvernig fólkið er að eiga sam­skipti. Eng­inn veit hvort þetta sé skipu­lagt. Þetta byrjaði í Hav­ana og tel­ur nú þúsund­ir manns í hverri ein­ustu borg.“

Hann vís­ar í gam­alt kúbverskt slag­orð „landið okk­ar eða dauði“ sem átti að ramma inn styrk bylt­ing­ar­inn­ar, að fólkið var reiðubúið að deyja fyr­ir hana. „Við vilj­um ekki deyja við vilj­um lifa. Landið okk­ar og lífið!,“ seg­ir Juan en það eru þau ein­kunn­ar­orð sem komu mót­mæla­öld­unni af stað.  

Hér má sjá Kúbverja í Dóm­in­íska lýðveld­inu mót­mæla stjórn­völd­um Kúbu. AFP.jpg

Ver „bylt­ingu sem færði henni ekk­ert“

Hingað til seg­ir juan að Kúba hafi notað svo­kölluð þrýstipotta­áhrif (e.pressure pot ef­fect) til þess að halda fólk­inu góðu. „í hvert sinn sem Kúbverj­ar verða mjög reiðir þá slak­ar rík­is­stjórn­in aðeins á ein­hverj­um stöðum og herðir svo bara á öðrum og leysa það þannig.“

Juan tel­ur að það muni ekki duga núna. Þetta sé byrj­un­in á nýrri bylt­ingu. „Ég er ekki viss um að rík­is­stjórn­in falli í dag eða á morg­un. Öll bylt­ing tek­ur tíma.“

Hann seg­ist hafa neyðst til að slíta sam­bandi við tvær aldraðar frænk­ur sín­ar fyr­ir nokkr­um dög­um því þær séu svo heilaþvegn­ar af rík­inu. „Frænka mín á ekki neitt, húsið henn­ar er hrunið. Son­ur henn­ar hef­ur ekki fengið neina al­menni­lega mennt­un eða vinnu. Hún sagðist samt þurfa að fara út á götu að verja bylt­ing­una. Bylt­ingu sem færði henni ekk­ert.“

Tóm versl­un í Kúbu.jpg
Migdalia our Cuban image.jpg

FERÐIR 2022

Kobbi og Vallý

Febrúarferð 2020

Algjört ævintýri frá upphafi til enda. Hver dagur öðrum skemmtilegri og lærdómsríkari. Fararstjórn algjörlega til fyrirmyndar, ekkert hik, öllum spurningum svarað, hlýlegt og gott viðmót og góð öryggistilfinning. Rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Þegar við pöntuðum þessa ferð hugsuðum við ekki úti að Vallý átti afmæli í ferðinni og við áttum líka Gullbrúðkaup þann dag 14 febrúar.

 

Þannig að þetta var eiginlega brúðkaupsferð fyrir okkur. Hefðum við ekki getað fengið betra tækifæri til að halda uppáþessa stóru daga. Aðal veisla ferðarinnar var meira að egja einmitt þenna dag. Sem sagt fullomlega sátt og sæl og gefum við Kúbuferðum, Guðna og Carlosi eigendum og fararstjórum, rútubílstjóranum og Yustel sem voru glaðir, brosandi og hressir allan tímann, okkar allra bestu meðmæli.

Bestu kveðjur. Jakob og Valgerður (Kobbi og Vallý)

Lesa meira

Unnur Birna Karlsdóttir

Marsferð 2019

Ferðin var ánægjuleg, fjölbreytt viðfangsefni og skemmtileg blanda af menningu, mat og náttúruskoðun. Eina sem var manni kannski erfiðast var hiti en það er ekki hægt að tjónka við það á suðrænum slóðum. Kostur var að líða ætíð eins og maður væri ekki óvelkominn í landinu og hafa tiltölulega góða öryggistilfinningu, og að skipulag og upplýsingar Kúbuferða og mínar væntingar í ljósi þeirra héldust allvel hönd í hönd.

Og nógu margt til að koma á óvart og vera öðruvísi og óvænt til að eftirvænting hélst ferðina á enda. Og dekrið á síðasta staðnum toppaði svo með tækifæri til að sinna félagslífi með ferðafélögum og að hvílast í restina eftir ferð um landið.

Lesa meira

Margrét og Steinar

Nóvemberferð 2018

Alveg frábær ferð í alla staði, fór langt fram úr væntingum. Mjög vel undirbúið og skipulagt hjá Guðna og Carlosi. Þeir eru svo þægilegir og skemmtilegir og voru meira eins og vinir okkar. Mikil upplifun og fróðleikur sem við lifum á lengi. 


Varadero var frábær staður og gott að eyða síðustu dögunum þar í að slappa af og njóta sólarinnar, en mikið missir fólk af Kúbu sem er bara þar. Að gista í heimagistingu og ferðast um eyjuna með fararstjórum sem eru frá Kúbu og hafa búið þar er mikil upplifun. Við ákváðum svo að eyða nokkrum dögum í Toronto í lokin og skipulögðu þeir fyrir okkur frábæran dag þar sem farið var m.a. að Niagara fossunum. Ferð sem fær fullt hús stiga frá okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.

 

Lesa meira

INNIFALIÐ Í FERÐUM OKKAR

Screenshot 2020-10-27 at 22.10.26.png
Bændablaðinum um siðustu ferð til Kúbu

UMSÖGN Í BÆNDABLAÐINU