FERÐIR TIL KÚBU FRÁ ÍSLAND

Carlos.jpg

Frá Morgunblaðið

Nú sé fólkið komið með nóg

Juan Car­los Suarez Ley­va seg­ist hafa verið svarti sauður­inn í sam­fé­lagi bylt­ing­arsinna, Kúbverj­ar séu marg­ir með tvö­falt siðferði en nú sé þeim ofboðið.

 

Hon­um þykir sárt að geta ekki tekið þátt í mót­mæl­un­um á Kúbu með vin­um sín­um en tel­ur að með því að halda áfram með ferðalög sín til Kúbu fyr­ir Íslend­inga, geti hann haldið áfram að hjálpa fólki.

Juan bjó á Kúbu þar til hann varð 26 ára gam­all. Hann flutti til Íslands árið 2009 og hef­ur, ásamt Guðna Krist­ins­syni, rekið ferðaskrif­stofu sem sér­hæf­ir sig í ferðum til Kúbu.

Marteinn-Vigdis-Oliver Paskaferd 2022.jpg

Marteinn, Vigdís og Ólíver

Páskaferð 2022

Allt við ferðina til Kúbu var frábært. Ferðaskipulag var til fyrirmyndar og allar tímasetningar og formsatriði hnökralaus hjá Carlos. Leiðsögn um hina raunverulegu Kúbu var frábær og blönduðust þar saman leiðsögn Guðna og kúbverska leiðsögumannsins Eddie - sagan, mannlífið þá og nú, fólkið, menning og listir, stjórnmál og náttúra ... öllu voru gerð góð skil og aldrei komið að tómum kofunum hjá þeim félögum. Gististaðirnir í "casas" í Havana og Casilda voru frábærir og gestgjafar þar yndislegir og hugmyndin að gista á svona stöðum frekar en hótelum gerir ferðina svo miklu áhugaverðari og maður nær að kynnast aðstæðum og fólki mun betur en ella. Gisting á Varadero resortinu og í Kanada var líka til fyrirmyndar. Skoðunarferðir og viðburðir sem voru hluti af ferðinni voru mjög áhugaverðir og gáfu góða innsýn inn í lífið á Kúbu.

Við mælum eindregið með þessarri ferð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast Kúbu eins og hún raunverulega er. Svo var hópurinn okkar náttúrulega alveg til fyrirmyndar skemmtilegur :-)

Lesa meira

Arnar Kubuferdir 2022.jpg

Arnar Páll og Aldís

Páskaferð 2022

Ferðin til Kúbu var í stuttu máli frábær í alla staði. Styrkleiki hennar var góð leiðsögn Guðna og Carlosar. Upp úr stóð þá mjög góð leiðsögn Kúverjans Eddi. Hann stóð sig mjög vel og var ósmeykur að segja frá raunverulegu ástandi á Kúbu. Ferðin var líka fjölbreytt vegna þess að dvalið var á þremur stöðum og farið í ferðir frá þeim. Svo bættust við Niagara fossarnir og fleira á bakaleiðinni. Niðurstaðan er að ferðin var bæði fróðleg og skemmtilega. Einnig var ferðahópurinn frábær. Kærar þakkir!

Lesa meira

Kobbi og Vallý.JPG

Kobbi og Vallý

Febrúarferð 2020

Algjört ævintýri frá upphafi til enda. Hver dagur öðrum skemmtilegri og lærdómsríkari. Fararstjórn algjörlega til fyrirmyndar, ekkert hik, öllum spurningum svarað, hlýlegt og gott viðmót og góð öryggistilfinning. Rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Þegar við pöntuðum þessa ferð hugsuðum við ekki úti að Vallý átti afmæli í ferðinni og við áttum líka Gullbrúðkaup þann dag 14 febrúar.

 

Þannig að þetta var eiginlega brúðkaupsferð fyrir okkur. Hefðum við ekki getað fengið betra tækifæri til að halda uppáþessa stóru daga. Aðal veisla ferðarinnar var meira að egja einmitt þenna dag. Sem sagt fullomlega sátt og sæl og gefum við Kúbuferðum, Guðna og Carlosi eigendum og fararstjórum, rútubílstjóranum og Yustel sem voru glaðir, brosandi og hressir allan tímann, okkar allra bestu meðmæli.

Bestu kveðjur. Jakob og Valgerður (Kobbi og Vallý)

Lesa meira

Guest from Kubuferdir.jpg

Unnur Birna Karlsdóttir

Marsferð 2019

Ferðin var ánægjuleg, fjölbreytt viðfangsefni og skemmtileg blanda af menningu, mat og náttúruskoðun. Eina sem var manni kannski erfiðast var hiti en það er ekki hægt að tjónka við það á suðrænum slóðum. Kostur var að líða ætíð eins og maður væri ekki óvelkominn í landinu og hafa tiltölulega góða öryggistilfinningu, og að skipulag og upplýsingar Kúbuferða og mínar væntingar í ljósi þeirra héldust allvel hönd í hönd.

Og nógu margt til að koma á óvart og vera öðruvísi og óvænt til að eftirvænting hélst ferðina á enda. Og dekrið á síðasta staðnum toppaði svo með tækifæri til að sinna félagslífi með ferðafélögum og að hvílast í restina eftir ferð um landið.

Lesa meira

INNIFALIÐ Í FERÐUM OKKAR TIL KÚBU

Screenshot 2020-10-27 at 22.10.26.png
Bændablaðinum um siðustu ferð til Kúbu

KÚBUFERÐIR Í BÆNDABLAÐINU