
Ferðir
til
Kúbu
FERÐIR 2021

Kobbi og Vallý
Febrúarferð 2020
Algjört ævintýri frá upphafi til enda. Hver dagur öðrum skemmtilegri og lærdómsríkari. Fararstjórn algjörlega til fyrirmyndar, ekkert hik, öllum spurningum svarað, hlýlegt og gott viðmót og góð öryggistilfinning. Rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Þegar við pöntuðum þessa ferð hugsuðum við ekki úti að Vallý átti afmæli í ferðinni og við áttum líka Gullbrúðkaup þann dag 14 febrúar.
Þannig að þetta var eiginlega brúðkaupsferð fyrir okkur. Hefðum við ekki getað fengið betra tækifæri til að halda uppáþessa stóru daga. Aðal veisla ferðarinnar var meira að egja einmitt þenna dag. Sem sagt fullomlega sátt og sæl og gefum við Kúbuferðum, Guðna og Carlosi eigendum og fararstjórum, rútubílstjóranum og Yustel sem voru glaðir, brosandi og hressir allan tímann, okkar allra bestu meðmæli.
Bestu kveðjur. Jakob og Valgerður (Kobbi og Vallý)
Unnur Birna Karlsdóttir
Marsferð 2019
Ferðin var ánægjuleg, fjölbreytt viðfangsefni og skemmtileg blanda af menningu, mat og náttúruskoðun. Eina sem var manni kannski erfiðast var hiti en það er ekki hægt að tjónka við það á suðrænum slóðum. Kostur var að líða ætíð eins og maður væri ekki óvelkominn í landinu og hafa tiltölulega góða öryggistilfinningu, og að skipulag og upplýsingar Kúbuferða og mínar væntingar í ljósi þeirra héldust allvel hönd í hönd.
Og nógu margt til að koma á óvart og vera öðruvísi og óvænt til að eftirvænting hélst ferðina á enda. Og dekrið á síðasta staðnum toppaði svo með tækifæri til að sinna félagslífi með ferðafélögum og að hvílast í restina eftir ferð um landið.
Margrét og Steinar
Nóvemberferð 2018
Alveg frábær ferð í alla staði, fór langt fram úr væntingum. Mjög vel undirbúið og skipulagt hjá Guðna og Carlosi. Þeir eru svo þægilegir og skemmtilegir og voru meira eins og vinir okkar. Mikil upplifun og fróðleikur sem við lifum á lengi.
Varadero var frábær staður og gott að eyða síðustu dögunum þar í að slappa af og njóta sólarinnar, en mikið missir fólk af Kúbu sem er bara þar. Að gista í heimagistingu og ferðast um eyjuna með fararstjórum sem eru frá Kúbu og hafa búið þar er mikil upplifun. Við ákváðum svo að eyða nokkrum dögum í Toronto í lokin og skipulögðu þeir fyrir okkur frábæran dag þar sem farið var m.a. að Niagara fossunum. Ferð sem fær fullt hús stiga frá okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.





INNIFALIÐ Í FERÐUM OKKAR
