☀️ Einstakar ferðir síðan 2017 ☀️
Öðruvísi ferðir til
Kúbu-Kosta Ríka-Marokkó
Ekkert staðfestingargjald.
Hægt að skipta greiðslum í allt að tvo hluta, með sveigjanlegum greiðsluleiðum.
ÁNÆGÐIR FERÐAFÉLAGAR
Harpa Stefánsdóttir
Páskaferð 2024
Ferðin var frábær í alla staði. Gisting á öllum stöðunum mjög fín og gestgjafarnir frábærir og tóku vel á móti okkur. Þjónustan hjá þeim 100% og vildu allt fyrir okkur gera. Skoðunarferðir vel skipulagðar og mjög áhugaverðar. Fengum góða leiðsögn og innsýn í raunveruleikann sem fólkið á Kúbu býr við. Um leið skemmtum við okkur við dillandi tónlist sem er svo ríkur þáttur í menningunni. Ferð sem gefur manni tækifæri til að láta gott af sér leiða, og fær að launum óendanlegt þakklæti og gleði.
Guðrún og Brynjólfur
Janúarferð 2024
Þessi ferð var frábær samsetning af fræðslu um menningu, sögu, landslag, tónlist, list, vindla, romm ásamt góðu dassi af skemmtun, dansi og að leika sér. Síðastu þrjú atriðin voru gott mótvægi við upplifa raunstöðu kúbverja. Því við já upplifðum svon sannarlega alvöru Kúbu. Hinn barska raunveruleika sem kúbverjar búa við. Vanrækslu yfirvalda á öllum innviðum, fátækt fólksins og skort á öllu. Hið undarlega ríkisvald sem heldur fólkinu niðri með misgóðum valdsháttum. Við hjónin vorum ofboðslega ánægð með ferðina. Hópurinn var frábær og höfum við eignast nýja vini í kjölfarið. Dagurinn í Kanada á heimferð var frábær endir á stórbrotinni ferð. Guðni og Carlos fá okkar toppeinkunn. Þeir sáu ótrúlega vel um hópinn af einstakri umhyggju og gleði. Við mælum eindregið með þessari ferð.
Sólveig B. Magnúsdóttir
Nóvemberferð 2023
Frábær ferð í alla staði, hver dagur bar með sé ný og framandi ævintýri í landi sem ekki er svo auðvelt að heimsækja eða skilja. Fengum að sjá og upplífa Kúbu eins og hún raunverulega er en líka hvernig glansmyndin fyrir "túrista" á lúxuhótelum er. Fararstjórarnir og skipuleggjendurnir Guðni og Carlos fá 10+ fyrir að halda vel utan um hópinn, allt stóðst eins og stafur á bók og allt gert með svo mikilli hlýju og gamansemi. Ógleymanleg ferð, takk fyrir mig.
Þóra Rósa
Októberferð 2023
Ferðin var dásamleg. Einstaklega vel haldið utan um hópinn alveg frá bókun ferðar til loka hennar. Guðni og Carlos eru einstaklega góðir skipuleggjendur og fararstjórar. Og uppbygging ferðarinnar var fullkomin. Við sáum svo sannarlega Kúbu og höfðum góð samskipti við kúbverja.
Bjartey
Páskaferð 2023
Ferðin til Kúbu með Kúbuferðum var einstök upplifun, undir dyggri leiðsögn Guðna og Carlosar, sem eru frammúrskarandi fararstjórar. Ferðin var bæði mjög fróðlega og á sama tíma mjög skemmtileg, með mikið af tónlistarupplifunum, bílferðum í gömlum "drossíum" og salsakennslu. Það sem stóð upp úr var samt sem áður þegar ferðast var út fyrir hefðbundin ferðamannasvæði, en þar kynntumst við hinni ekta Kúbu. Það var líka gott í lok ferðar að dvelja í tvo daga í rólegheitum á Varadero ströndinni, þar sem snorklferð með seglbáti stóð upp úr. Ég mæli eindrengið með ferð til Kúbu á vegum Kúbuferða.
Johanna og Bjarni
Febrúarferð 2023
Þessi ferð er með því flottasta í upplifun sem við höfum farið. Öll umgjörð og skipulag þeirra Carlos og Guðna til fyrirmyndar. Það var aldrei til sparað í mat og drykk sem þeir skipulögðu fyrir okkur, þryggja rétta og drykkir í hvert mál. Þetta er dásamlegt land með mikla sögu sem þeir kynntu svo vel fyrir okkur og gisting á heimilum færði okkur svo nálægt heimamönnum. Og allstaðar sá maður hvað þeir voru vel kynntir á þeim móttökum sem við fengum þar sem við komum. Mér á eftir að þykja vænt um þessa þjóð um aldur og ævi. Með bestu kveðju og þakkir til ferðafélaga fyrir dásamlega samveru. Jóhanna og Bjarni
Ásdís og Ragnar
Nóvemberferð 2022
Ferðir var á allan hátt fullkomin, skipulag mjög gott, ferðamáti mjög góður, gisting góð, matur sæmilegur (mætti vera betri), félagsskapur mjög góður, utanumhald hjá fararstjórum sérstaklega ljúfur, þeir léku ofurmömmur á allan hátt :) Pössunarsamir og indælir, gáfu góðar upplýsingar bæði fyrirfram, þ.a. ekkert kom á óvart, jafnóðum og höfðu svör við öllum okkar fyrirspurnum um land og þjóð. Mæli fullkomnlega með þeim og þeirra fyrirtæki.
Edda og Magnús
Októberferð 2022
Ferðin til Kúbu var frábær, þið eruð sérlega hjálpsamir (sem ég fékk svo sannarlega að upplifa) og góðir fararstjórar sem leysa úr öllum málum með bros á vor. Engin vandamál---bara lausnir. Gaman að gista á heimilum sem þið hafið sko valið af kostgæfni.Gestgjafarnir gestrisnir og gerðu allt sem þeir gátu til að gera ferð okkar eins ánægjlega og góða og hægt var.
Marteinn, Vigdís og Ólíver
Páskaferð 2022
Allt við ferðina til Kúbu var frábært. Ferðaskipulag var til fyrirmyndar og allar tímasetningar og formsatriði hnökralaus hjá Carlos. Leiðsögn um hina raunverulegu Kúbu var frábær og blönduðust þar saman leiðsögn Guðna og kúbverska leiðsögumannsins Eddie - sagan, mannlífið þá og nú, fólkið, menning og listir, stjórnmál og náttúra ... öllu voru gerð góð skil og aldrei komið að tómum kofunum hjá þeim félögum. Gististaðirnir í "casas" í Havana og Casilda voru frábærir og gestgjafar þar yndislegir og hugmyndin að gista á svona stöðum frekar en hótelum gerir ferðina svo miklu áhugaverðari og maður nær að kynnast aðstæðum og fólki mun betur en ella. Gisting á Varadero resortinu og í Kanada var líka til fyrirmyndar. Skoðunarferðir og viðburðir sem voru hluti af ferðinni voru mjög áhugaverðir og gáfu góða innsýn inn í lífið á Kúbu.
Við mælum eindregið með þessarri ferð fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast Kúbu eins og hún raunverulega er. Svo var hópurinn okkar náttúrulega alveg til fyrirmyndar skemmtilegur :-)
Lesa meira
Kobbi og Vallý
Febrúarferð 2020
Algjört ævintýri frá upphafi til enda. Hver dagur öðrum skemmtilegri og lærdómsríkari. Fararstjórn algjörlega til fyrirmyndar, ekkert hik, öllum spurningum svarað, hlýlegt og gott viðmót og góð öryggistilfinning. Rúsínan í pylsuendanum hjá okkur var að Þegar við pöntuðum þessa ferð hugsuðum við ekki úti að Vallý átti afmæli í ferðinni og við áttum líka Gullbrúðkaup þann dag 14 febrúar.
Þannig að þetta var eiginlega brúðkaupsferð fyrir okkur. Hefðum við ekki getað fengið betra tækifæri til að halda uppáþessa stóru daga. Aðal veisla ferðarinnar var meira að egja einmitt þenna dag. Sem sagt fullomlega sátt og sæl og gefum við Kúbuferðum, Guðna og Carlosi eigendum og fararstjórum, rútubílstjóranum og Yustel sem voru glaðir, brosandi og hressir allan tímann, okkar allra bestu meðmæli.
Bestu kveðjur. Jakob og Valgerður (Kobbi og Vallý)
Unnur Birna Karlsdóttir
Marsferð 2019
Ferðin var ánægjuleg, fjölbreytt viðfangsefni og skemmtileg blanda af menningu, mat og náttúruskoðun. Eina sem var manni kannski erfiðast var hiti en það er ekki hægt að tjónka við það á suðrænum slóðum. Kostur var að líða ætíð eins og maður væri ekki óvelkominn í landinu og hafa tiltölulega góða öryggistilfinningu, og að skipulag og upplýsingar Kúbuferða og mínar væntingar í ljósi þeirra héldust allvel hönd í hönd.
Og nógu margt til að koma á óvart og vera öðruvísi og óvænt til að eftirvænting hélst ferðina á enda. Og dekrið á síðasta staðnum toppaði svo með tækifæri til að sinna félagslífi með ferðafélögum og að hvílast í restina eftir ferð um landið.
Márgret og Steinar
Nóvemberferð 2018
Alveg frábær ferð í alla staði, fór langt fram úr væntingum. Mjög vel undirbúið og skipulagt hjá Guðna og Carlosi. Þeir eru svo þægilegir og skemmtilegir og voru meira eins og vinir okkar. Mikil upplifun og fróðleikur sem við lifum á lengi. Varadero var frábær staður og gott að eyða síðustu dögunum þar í að slappa af og njóta sólarinnar, en mikið missir fólk af Kúbu sem er bara þar. Að gista í heimagistingu og ferðast um eyjuna með fararstjórum sem eru frá Kúbu og hafa búið þar er mikil upplifun. Við ákváðum svo að eyða nokkrum dögum í Toronto í lokin og skipulögðu þeir fyrir okkur frábæran dag þar sem farið var m.a. að Niagara fossunum. Ferð sem fær fullt hús stiga frá okkur. Kærar þakkir fyrir okkur ❤️🇨🇺